Fundir og viðburðir — 18 June 2011
Aðildarviðræður Íslands

21. júní 2011, kl. 12-13. Háskóli Íslands – Oddi stofa 101
Aðildarviðræður Íslands – Viðhorf Framkvæmdastjórnar ESB

Alexandra Cas Granje, sviðstjóri á stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, heldur erindi á vegum Rannsóknarseturs um smáríki og sendinefndar ESB á Íslandi.

Hinn 27. júní næstkomandi verða fyrstu kaflarnir opnaðir sem markar upphaf eiginlegra samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Á fundinum gefst tækifæri til að heyra viðhorf framkvæmdastjórnarinnar til aðildarviðræðnanna en Alexandra Cas Granje er yfirmaður þeirrar skrifstofu sem fer með aðildarviðræður ESB við Ísland, Króatíu, fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedóníu og Tyrkland.

Alexandra Cas Granje nefnir erindi sitt: Iceland’s EU negotiations – a perspective from Brussels Fundarstjóri verður Auðunn Atlason, ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum og deildarstjóri skrifstofu upplýsingamála. Allir eru velkomnir.

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3