Fundir og viðburðir — 20 August 2011
Evrópsk ráðstefna stjórnmálafræðinga á Íslandi

25.-27. ágúst 2011 í Háskóla Íslands
Evrópsk ráðstefna stjórnmálafræðinga á vegum European Consortium for Political Research

Evrópsk ráðstefna stjórnmálafræðinga á vegum European Consortium for Political Research (ECPR) sem haldin er 25.-27. ágúst 2011 er stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi.

Haldnir verða yfir 2500 fyrirlestrar á ráðstefnunni undir um 60 efnisflokkum. Mörg áhugaverð umfjöllunarefni verða tekin fyrir og má m.a. nefna  eftirfarandi umræðuflokka:  Græn stjórnmál; Pólítískt frumkvöðlastarf í opinbera geiranum-áskoranir og nýbreytni;  Skipulag og stjórnun í stjórnsýslunni; Pólítísk stefnumótun;  Stjórnmál lögfræðinnar og dómstóla; Lýðræðishugmyndir og nýsköpun; Mannréttindi og réttlæti í þjóðfélögum sem ganga gegnum tímabil umbreytinga og lýðræðisumbóta; Stefnur í málefnum innflytjenda og hælisleitenda; Þverfagleg sýn á ofbeldi og stjórnmál; Nýsköpun á lægri stigum stjórnsýslu og stjórnmála; Internetið og stjórnmálin, Evrópustjórnmál;  Almenningsálit, kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur;  Uppruni og áhrif endurbóta í kosningakerfum; Unga fólkið, atvinnuleysi og útilokun í Evrópu;  Stjórnmálin og listirnar á tímum kreppu og kvíða;  Endurreisn lýðræðis í Evrópu og Staða lýðræðis í Evrópu; Pólítísk boðmiðlun;  Utanríkismál; – og  Alþjóðastjórnmál.

Tengill á heimasíðu ráðstefnunnar
Tengill á efnisflokka erinda, efni og fyrirlestara í hverjum flokki.
Tengill á efni hringborðsumræðna

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3