Fundir og viðburðir — 08 October 2011
ESB og umhverfismál – ráðstefna

25. október 2011 8:30-12:30 – staðsetning auglýst síðar
ESB og umhverfismál – ráðstefna

Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa fyrir málþingi um ESB og umhverfismál. Fjallað verður um hvaða áhrif þátttaka Íslands í evrópska efnhagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði.

Þá verður litið til hlutverks umhverfisverndarsamtaka innan ESB, fjallað um náttúruverndarlöggjöf sambandsins og heyrt af reynslu Eista sem nýlega gengu í sambandið.

Michael O´Briain, deildarstjóri náttúrudeildar málefnastofu umhverfismála hjá ESB og Kadri Moller frá utanríkisráðuneyti Eistlands verða gestafyrirlesarar á ráðstefnunni.

Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opinn. Skráningar skulu sendar á netfangið asdis.sigurgeirsdottir@utn.stjr.is fyrir 13. október. Allir sem áhuga hafa á umhverfis- og náttúruverndarmálum er hvattir til að mæta.
Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3