Efnahagsmál Fréttir — 11 October 2011
Nóbelsverðlaunahafar: Evrópa þarfnast nánari efnahagssamruna
Christopher Sims og Thomas Sargent, Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði 2011

Christopher Sims og Thomas Sargent, Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði 2011

Bandaríkjamennirnir tveir, sem unnu til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði í gær, segja engin einföld svör við skuldakreppunni í Evrópu, en lögðu áherslu á að aukin samvinna í ríkisfjármálum aðildarríkja ESB geti komið í veg fyrir hrun evrunnar.

Þeir Christopher Sims og Thomas Sargent, báðir 68 ára að aldri, voru verðlaunaðir fyrir rannsóknir sínar á 8. og 9. áratugnum er vörðuðu orsakasamhengi á milli efnahagslífs og stefnu stjórnvalda.

Sims er prófessor við Princeton háskóla. Sargent kennir við New York háskóla og er gestaprófessor við Princeton. Þeir hönnuðu meðal annars mælitæki til að greina hvernig breytingar á vöxtum og sköttum hafa áhrif á hagvöxt og verðbólgu. Með þessu hefur verið hægt að gera reiknilíkön fyrir seðlabanka og leiðtoga í efnahagslífinu, til aðstoðar við mótun tillagna til stefnumótunar.

Stjórnvöld hinna 17 evrulanda vinna nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að skuldavandi Grikklands, Portúgals og Írlands breiði úr sér til stærri landa eins og Ítalíu. Sims sagði að til að bjarga hinum sameiginlega gjaldmiðli, þurfi evrulöngin að deila byrgðum í ríkisfjármálum. Evrópski seðlabandinn gæti þurft á því að halda að evrulönd standi að sameiginlegum aðgerðum í ríkisfjármálum.

Sargent sagði evruástandið snúast um væntingar. Til dæmis gæti fjárstuðningur stjórnvalda til efnahagslífsins orðið áhrifalausari þegar almenningur gerir sér grein fyrir takmörkunum ríkisfjármála og vænti þess að fé til björgunaraðgerða þverri. Hann sagði engar einfaldar lausnir á efnahagsvanda heimsins. Sims bætti við að endurreisn efnahagslífsins verði með hægfara ferli við greiningu talnagagna.

Um efnahagsástandið í Bandaríkjunum, sagði Sargent að ljóst sé að ekki verði hægt að efna öll loforð stjórnvalda varðandi skatta, lífeyri og heilbrigðisþjónustu fyrir eftirlaunaþega. Spurningin sé ekki um hvort bandarískt efnahagslíf standi undir sér, heldur um hvaða kosningaloforð verði svikin. Þannig sé umræðan um efnahagsmál Bandaríkjanna oft á villigötum.

Aðspurður um hvernig hann myndi ráðstafa sínum helmingi fjárins sem fylgja Nóbelsverðlaununum, sagði Sims að hann myndi vilja halda því í reiðufé til að byrja með á meðan hann hugsaði málin. Verðlaunin sem kennd eru við Alfred Nobel, verða afhent næstkomandi desember.
The Wall Street Journal: 2 Americans win Nobel Prize in economics
EurActiv: Nobel prize winner: Europe needs a fiscal union

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3