EÞM vilja rannsóknarheimildir

Evrópuþingið vinnur nú að því að öðlast auknar rannsóknarheimildir til að kalla til málefnastjóra úr framkvæmdastjórn ESB, embættismenn og stjórnmálamenn aðildarríkja til að svara spurningum er lúta að brotum á evrópskri löggjöf.

Þingnefnd um stjórnskipulag segir í skýrsludrögum sínum í vikunni að slíkar rannsóknarþingnefndir ættu að hafa heimildir til rannsókna á vettvandi, kalla á gögn, kveðja til vitni, yfirheyra embættismenn og opinbera starfsmenn aðildarríkjanna og til að biðja um álit sérfræðinga. Embættismenn gætu ekki nýtt sér diplómatíska friðhelgi til að forðast að vera stefnt fyrir rannsóknarnefnd. Þetta atriði er eitt það umdeildasta í skýrslunni. Aðildarlönd ættu að sjá um eftirfylgni ef aðili sem stefnt er mætir ekki. Þeim væri einnig skylt að refsa þeim er bera ljúgvitni eða reyna að múta vitni.

Evrópuþingið hefur til þessa látið fara fram þrjár rannsóknir, sem gengu hægt vegna tálmana í að fá gögn sem óskað var eftir og að fá vitni til að svara spurningum. Rannsóknir þessar voru á virðisaukaskattssvikum, á meðferð kúariðumálsins, og á fjármálahneyksli hjá líftryggingafélagi.

Á meðan þinginu er umhugað um að auka eftirlitshlutverk sitt, er óvíst að aðildarríkjum þyki ákjósanlegt að láta rannsóknir fara fram á landssvæðum sínum. Þingið mun greiða atkævði um skýrsluna í nóvember. Aðildarríki og framkvæmdastjórnin munu þá taka ákvörðun um breyttar reglur.
EUObserver

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3