Búlgaría og Ítalía toppa fjársvikalista ESB

Búlgaría og Ítalía eru þau aðildarlönd, sem voru með hæsta málafjöldann hjá OLAF, rannsóknarskrifstofu fjársvika hjá ESB, fyrir árið 2010. Í skýrslu OLAF segir að uppspretta upplýsinga um möguleg fjársvik tengist fáeinum aðildarríkjum. Flestar rannsóknir snerta stofnanir ESB (139) og landbúnaðargeirann (117).

Á árinu 2010 hafði OLAF 419 mál til meðferðar, þar af var 81 mál tengt Búlgaríu, 41 tengt Ítalíu og 37 tengd Belgíu. Belgía sker sig úr að því leyti að þar er að finna flestar stofnanir ESB. Búlgaría vermdi einnig toppsæti listans á síðasta ári. Mál tengd Svíþjóð voru 3, 1 tengt Finnlandi og ekkert tengt Danmörku.

Stofnunin innheimti 68 milljónir evra. Helmingur fjárins tengdist þróunarsjóðum. Um 12 milljónir voru tengdar landbúnaði og um 11 tengdar beinum útgjöldum. Alls voru menn dæmdir í 125 ára fangelsi í kjölfar rannsókna OLAF (þó eldri rannsóknir en frá 2010 séu hluti þessarrar tölu).

Slæm útkoma Búlgaríu á rannsóknarlistanum er sem vatn á myllu þeirra sem efast um að Búlgaría sé tilbúin til að taka þátt í vegabréfalausu Schengensamstarfi aðildarríkja ESB.
EurActiv

Olaf: Olaf Annual Operational Report 2011
Evrópufréttir: Rúmeníu og Búlgaríu neitað um Schengenaðild

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3