Efnahagsmál Fréttir — 30 October 2011
Efnahagsmálastjóri fær aukin völd
Olli Rehm

Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB

Efnahagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, Olli Rehn, fær aukin völd til að hafa eftirlit með ríkisfjármálastefnu aðildarríkjanna og umsjón með málefnum evrunnar, en stefnt er að aukinni miðstýringu frá Brussel í efnahagsmálum.

Þetta er meðal þess sem samstaða náðist um á fundi leiðtogaráðs ESB í vikunni. Á fundinum var samþykktur rammi um endurfjármögnun banka, tap einkageira á skuldum Grikklands og stækkun björgunarsjóðs vegna evrunnar. Samþykkt var viljayfirlýsing um að efla hlutverk viðeigandi málefnastjóra við nánara eftirlit og aukna eftirfylgni með evrusvæðinu. Enn er óljóst hvað felst nákvæmlega í þessum auknum völdum, en talið er víst að efnahagsmálastjóri geti skorist í leikinn brjóti aðildarríki reglur um skuldir og fjárlagahalla.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði að Evrópa væri í ógöngum nú, bæði vegna óráðsíu í fjármálum og ekki síður vegna þess að stöðugleikasáttmálinn sé ekki virtur. Nokkur aðildarríki hafi ekki greint rétt frá hagtölum og að minnsta kosti eitt land hagræddi hagtölum. Þessi hegðun, sagði Barroso, að yrði ekki liðin.
EUObserber
EurActiv: Man with ‘Finnish guts’ named eurozone chief

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3