Dómskerfi Fréttir Upplýsingatækni — 28 November 2011
Eftirlit með netinu ólöglegt

Evrópudómstóllinn hefur útskurðað á þenn veg að aðildarlönd ESB megi ekki koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal efnis af internetinu sem varið er af höfundarrétti, með því að koma fyrir síum.

Dómstóll í Belgíu hafði beðið um álit Evrópudómstólsins á álitaefni, sem reis í kjölfar þess að belgískt hýsingarfyrirtæki var krafið um að koma fyrir síum til að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal viðskiptavina sinna. Úrskurður Evrópudómstólsins er talinn setja sögulegt fordæmi, sem muni hafa áhrif á löggjöf aðildarríkja ESB.

Úrskurðurinn torveldar verndun höfundarréttar á netinu, en er að sama skapi sigur fyrir þá sem vilja frjáls netsamskipti sem og hýsingaraðila, sem munu ekki þurfa að leggja út í kostnað við að hafa eftirlit með veraldarvefnum.

EurActiv

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3