Króatar samþykkja inngöngu

Fánar Króatíu og ESBKróatar samþykktu inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu með 66% atkvæða þann 22. janúar s.l. Samþykki þjóðþing hinna aðildarríkja ESB inngöngu Króatíu verður landið 28. aðildarríki ESB. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu þann 1. júlí 2013.

Samningsviðræður Króatíu og ESB hafa staðið yfir í sex ár. Króatar munu fá 6 atkvæði í ráðherraráðinu og 12 þingmenn á Evrópuþinginu.

Króatía mun gangast undir frekara mat af hendi framkvæmdastjórnar ESB fyrir inngöngu. Bent hefur verið á að Króatía þurfi að minnka ríkissjóðshalla, lækka skuldir, opna markað sinn og minnka atvinnuleysi.

Ef litið er til þeirra ríkja sem næst væru í röðinni um inngöngu, má nefna að Tyrkland hefur beðið lengst eftir inngöngu í ESB eða frá árinu 1987. Önnur lönd gætu þó séð fram á inngöngu í náinni framtíð, eins og Svartfjallaland, Ísland og Makedónía. Serbía og Albanía hafa sótt um aðild. Hin tvö útistandandi ríkin, sem áður tilheyrðu Júgóslavíu, Bosnía og Hersegóvína og Kósóvó vonast til að byrja viðræður fljótlega.

Croatia votes to join EU
After Croatia, who is next in the EU queue?
European Commission President welcomes Croatia to the EU

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3