Efnahagsmál Fréttir — 30 January 2012
Grikkland: Andæfa inngripi í fjárlagagerð

Tillaga Þýskalands um að framkvæmdastjóri á vegum ESB hafi neitunarvald við setningu grískra fjárlaga, hefur vakið hörð viðbrögð meðal stjórnmála- og embættismanna í Grikklandi. Fjármálaráðherra Grikklands, Evangelos Venizelos, hefur lýst því yfir að Grikkir væru færir um það sjálfir að stýra landinu út úr kreppunni.

Samkvæmt tillögunni hefðu stofnanir á vegum ESB ákvörðunarvald varðandi fjárlög Grikklands, með það að markmiði að efla stýri- og eftirlitskerfi við áætlanagerð. Um væri að ræða meiriháttar inngrip í sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkis. Tillagan er sprottin vegna vísbendinga um að önnur björgunaraðstoð til handa Grikkjum, sem samþykkt var í október á síðasta ári, muni ekki hrökkva til að bjarga efnahag landsins. Efnahagshorfur fara versnandi og að mati efnahagsmálastjóra ESB, Olli Rehn, þarf landið minnka 350 milljarða evru greiðslubyrði sína í 120% af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2020. Landið fékk 110 milljarða evra frá ESB og AGS í maí 2010 og var það stærsta fjárhagslega björgunaraðstoð sem greidd hefur verið til vestræns ríkis. Viðræður standa jafnframt yfir um niðurfellingu skulda við fjármálastofnanir.

The Guardian: Eurozone crisis: angry Greeks condemn EU plot to control its finances
Evrópuvefurinn: Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3