Efnahagsmál Fréttir — 30 January 2012
Leiðtogafundur: Atvinnuleysi ungs fólks áhyggjuefni

Á leiðtogafundi í Brussel í dag (30.janúar) var áhersla lögð á hert eftirlit með fjárlagagerð evruríkja. Einnig var lögð áhersla á atvinnu og hagvöxt með sérstöku tilliti til atvinnuleysis ungs fólks. Þá voru ræddar leiðir til að styrkja efnahagslífið í gegnum byggðastyrki.

Skiptar skoðanir eru meðal leiðtoganna um ágæti tillagna Þýskalands um að tilnefna framvæmdastjóra yfir fjárlögum Grikklands. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, sagði Grikkland ekki vera að standa við skuldbindingar sínar og þurfa á utanaðkomandi aðstoð að halda. Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean Claude Juncker, og kanslari Austurríkis, Werner Faymann, voru hins vegar andvígir sérstökum framkvæmdastjóra fyrir eitt land.

Gagnrýnt hefur verið að drög að niðurstöður fundarins leggi of mikla áherslu á fjárlög og of litla áherslu á hagvöxt. Staðfest verður að sektir evrulanda vegna brota á reglum um fjárlög haldi áfram að renna í björgunarsjóð evrusvæðisins, á meðan sektir evrulausu landanna renna til almennra fjárlaga ESB. Enn hefur ekki verið leyst úr því hvort evrulausu löndunum verði boðið á fundi um evruna.

Ennfremur hefur verið gagnrýnt að leiðtogarnir hafi takmarkaðar lausnir á atvinnuleysisvanda ESB, sem þó átti að vera aðalefni leiðtogafundarins. Framkvæmdastjórnin hyggst veita 82 milljörðum evra til slíkra verkefna, en gagnrýnendur segja upphæð þessa og lága og áætlunina lausreifaða. Samkvæmt drögum að niðurstöðu fundarins verður forgangsmál að efla atvinnu meðal ungs fólks sem liður í auknum hagvexti í Evrópu. Atvinnuleysi er nú um 22% meðal ungs fólks í ESB (5,5 milljónir ungs fólks), þar af er hlutfallið 50% á Spáni þar sem ástandið er verst. ESB leggur áherslu á að ungt fólk fái góða vinnu innan 4 mánaða frá útskrift úr skóla, framhaldsmenntun eða lærlingsstöðu. Mikil áhersla verður lögð á lærlingsstöður og hreyfingu vinnuafls milli landamæra með eflingu Leonardo da Vinci áætlunarinnar.

Áhersla verður, samkvæmt drögum að niðurstöðum, á að efla þjónustugeirann með afnámi takmarkana varðandi sérfræðiþjónustu og verslun. Leiðtogarnir munu ítreka skuldbindingu sína til að ljúka aðgerðum vegna innri markaðar ESB. Um mitt ár er stefnt að samkomulagi um stöðlun framleiðslu, orkunýtingu, einföldun bókhaldsstaðla, úrlausn ágreiningsefna og vefundirskriftir. Einföldun reglna um opinber innkaup ættu að liggja fyrir undir lok árs. Auk þessa verður lögð áhersla á að ljúka vinnu við samræmingu skattastefnu og sameiginlegt einkaleyfi, til að minnka viðskiptahindranir og efla netviðskipti. Stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki í gegnum Evrópska fjárfestingabankann er fyrirhugaður, með því að virkja betur þróunar- og byggðasjóði. Evrópsk skuldabréf, auðveldari aðgangur að áhættufjármagni, efling örfjármögnunar smærri lána og minnkun flækjustigs í stjórnsýslu eru einnig á aðgerðalista leiðtoga sambandsríkjanna.

EurActiv: EU summit: Live coverage
EurActiv: EU leaders wake up to youth jobs crisis
EU Observer: EU leaders differ on special budget tsar for Greece
EurActiv: Socialists slam ‘empty talk’ about growth, jobs

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3