ESB og USA  semja um samræmda vottun fyrir líffræna ræktun
Dacian Cioloş

Dacian Cioloş, málefnastjóri landbúnaðarmála og dreifbýlisþróunar í ESB

Samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um samræmda vottun á lífrænum mat verður heimilt að merkja á sama hátt framleiðslu frá báðum aðilum. Tekinn verður upp einn samræmdur staðal fyrir lífræna matvöru sem kemur í stað fyrir marga. Af þessu hlýst mikið hagræði bæði fyrir framleiðendur og neytendur „Bændur sem framleiða lífræna vöru og matvælaframleiðendur munu hafa betri aðgang að erlendum mörkuðum með minni skriffinsku og minni tilkostnaði, sem bætir samkeppni á þessu sviði“, sagði landbúnaðarstjóri ESB, Dacian Ciolos, við undirritun samningsins.

Lífræni iðnaðurinn í Bandaríkjunum og Evrópu veltir samtals um 40 miljónum evra á ári. Tölur frá framkvæmdastjórn ESB sýna að þessi svæði neyti saman um 90% af allri lífrænni vöru í heiminum. Þá er í Evrópu um 6% vöxtur í neyslu á lífrænni vöru á ári hverju.

Eftir tveggja ára greiningu varð niðurstaðan sú að staðlarnir voru stórum dráttum hliðstæðir. Þó eru nokkrar undantekningar. Bandarískar perur og epli falla ekki undir kröfurnar og evrópskur fiskur og kjöt sem hafa fengið sýklameðferð ekki heldur.

Mikil áhersla verður lögð á merkingar og að uppruni lífrænnar vöru sé rekjanlegur. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði fullgiltur í júní næstkomandi.
/ep

EUObserver: EU and US roll out gold standard for ‘organic’ food

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3