Dómskerfi Fréttir — 08 March 2012
Tillögur um kvennakvóta í stjórnir fyrirtækja innan ESB
Viviane Reding

Viviane Reding

Vivian Reding, dómsmálastjóri ESB hefur lagt fram tillögu um að aukin þátttaka kvenna í stjórnarsetu fyrirtækja verði lögfest, í samræmi við jafnréttismarkmið sambandsins.

Talið er að tillagan, sem gengur út á lágmarkshlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja, muni verða umdeild, ekki síst hjá breskum fyrirtækjum. Reding segir róttækja aðgerða þörf því ella sé ljóst, samkvæmt skýrslu um jafnréttismál, að markmiðum í jafnréttismálum verði ekki náð fyrr en eftir 40 ár.

Tölur frá Evrópusambandinu sýna að eingöngu 12% æðstu stjórnenda fyrirtækja séu konur, en það er langt frá settu markmiði sem er 40%. Reding sagði að það lægi fyrir að í löndum þar sem lágmarkskvótar hafi verið settir, hafi hlutfall kvenna vaxið umtalsvert. Í löndum þar sem engar kröfur væru á hinn bóginn, gengi hægt að fá konur í stjórnir.
/ep

The Telegraph: EU to consider quotas for women in the boardroom

 

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3