Tillaga um breytta kjördæmaskipan á ís

Flokksleiðtogar á Evrópuþinginu hafa frestað atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan fyrir næstu kosningar. Var það gert til að tryggja einhug um aðrar breytingar á kosningalöggjöf, s.s. tilfærslu kosninga frá júní fram í maí og endurskoðun dreifingu þingsæta til aðildarríkja. Samkvæmt Lissabon sáttmálanum verða þingsæti í Evrópuþinginu 751 frá árinu 2014. Endurúthluta þarf sætum til að úthluta Króatíu þingsætum við inngöngu þeirra í ESB 2013.
Tillagan um breytta kjördæmaskipan gerir ráð fyrir að 25 EÞM verði kosnir persónukosningu, þar sem ESB verði eitt kjördæmi. Tillagan hefur áður verið lögð fram, en þótti þá of flókin, auk þess sem margir þingmenn töldu slíkt veikja stöðu smærri aðildarríkja.
/hf
European Voice

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3