Láta nauðstadda Grikki kaupa óþarfa hergögn

Þó björgunaraðgerðir og niðurskurðarmarkmið ESB til handa Grikklandi, miðaði að því að minnka grísk lífskjör um 30%, þá hefur það ekki haft áhrif á hina ábatasömu vopnasölu frá Evrópuríkjunum. Á kreppuárinu 2010 þegar landið átti að fá 200 milljarða punda björgunargreiðslur frá ESB, gerði Frakkland 662 milljón punda samning við Grikkland um herflugvélar, sem talinn er afar ábótasamur fyrir Frakka. Þýskaland seldi Grikkjum vopn, þar á meðal kafbát, að verðmæti 336 milljónir punda.

Í október 2011 þegarESB samdi um aðra björgunaraðstoð fyrir Grikki, lögðu þýsk og frönsk stjórnvöld áherslu á að staðið yrði við alla vopnasamninga. Grikkland er með stæstu vopnakaupendum Miðjarðarhafs vegna mögulegrar ógnar sem stafað gæti af nálægð við Tyrkland. Skuldir Grikkja hafa aukist þrátt fyrir björgunarpakka ESB, vegna krafna um aukinn niðurskurð. Framlög til félagsmála hafa verið lækkuð um 9% á meðan hernaðarútgjöld hafa aukist um allt að 18%.

Hilmar Linnenkamp, talsmaður samtakanna Alþjóða- og öryggismálastofnun Þýskalands, telur viðskipti þessi “algerlega ábyrgðarlaus” á sama tíma og Grikkland sé að sökkva í skuldafen og samdráttarskeið. Hann sagði í viðtali við þýska blaðið Die Zeit, að vopnasamningur er næmi 403 milljónum evra stuðlaði að skuldasprengju fyrir Grikki. Íhaldssami EÞM Martin Callanan, sakar Þjóðverja og Frakka um að sýna ekki umhyggju fyrir framtíð Grikklands með því að láta það borga fyrir skip og flugvélar sem þar þyrfti ekki, með peningum sem þeir eigi ekki til.
/hf

The Telegraph

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3