Efnahagsmál Fréttir Umhverfismál — 13 March 2012
Kolefnaskatti í flugi mótmælt

FlugvélForstjórar stærstu fyrirtækja í Evrópu telja að kolefnaskattur muni leiða til uppsagna þúsunda starfsmanna. Nokkur stór fyrirtæki í flugrekstri hafa skrifað bréf til stjórnmálaleiðtoga, þar sem varað er við afleiðingum ESB áætlana um útstreymisheimildir (ETS). Hópurinn varaði við viðskiptastríði ef af áformum um kolefnaskatt verður. Undir bréfið rita m.a forstjórar Airbus, British Airways, Virgin Atlantic, Lufthansa, Air France og Air Berlin.

Kína, Rússland og Bandaríkin eru meðal landa utan ESB sem hafa kvartað undan ESB áætlunum um útstreymisheimildir, þar sem þau myndu greiða fyrir allar vélar sem fara um evrópskar flughafnir. Kínversk stjórnvöld hafa bannað flugfélögum sínum að taka þátt í áætluninni og bandarísk stjórnvöld íhuga að fara að dæmi þeirra. Áðurnefnd fyrirtæki óttast að niðurfellingum á flugi til Evrópu fjölgi og að það sé afar slæmt fyrir evrópsk fyrirtæki eins og efnahagsástandið sé í dag. Þau hvetja leiðtoga til að ganga til samninga á vettvangi ESB og Alþjóðaflugmálastofnunar, til að leysa málið.
/hf

European Voice

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3