Þingforseti: Vill efla samræður við leiðtoga í þinginu

Martin Schulz, nýr forseti Evrópuþingsins, segir að breyta þurfi því viðhorfi almennings að Evrópuþingið sé áhrifalaust, með samræðu. Þingið glímir við þann vanda að kjósendum fer fækkandi og að vera talið áhrifalaust.

Schulz segir vinnu þingsins við grundvallarlöggjöf sé annað hvort ekki metin að verðleikum eða að henni sé “stolið” af aðildarríkjum. Hann nefnir sem dæmi “kippu” löggjöfina um ríkisfjármál, sem hafi verið sett fram í smáatriðum af þingmönnum, en hafi síðan verið eignuð Leiðtogaráðinu sem sögulegt samkomulag. Nýi þingforsetinn segist ekki hræðast átök við þjóðhöfðingja og nefnir leiðtoga Ungverjalands og Hollands vegna mannréttindamála í þeim efnum. Hann segir hið sífellt valdameira Evrópuráð hins vegar mesta vandamál þingsins. Hann segist krefjast þess að fá að vera viðstaddur leiðtogafundi af þessum sökum.

Hann stefnir að því markmiði að gera þingið vettvang fyrir rökræður leiðtoga. Sérstaklega væri brýnt að eiga slíkar samræður við Frakkland og Þýskaland. Það eigi að vera daglegt brauð að ræða sérstaka viðburði sem eiga sér stað í aðildarríknum á vettvangi Evrópuþingsins. Hann bendir á að Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hafi verið boðið til þingsins til að ræða efnahagsáætlanir Ítalíu. Schulz segir að ESB standi frammi fyrir miklu vandamáli, ef Ítalía nái ekki markmiðum sínum – ákvarðanir ítalskra stjórnvalda hafi áhrif á alla EÞM, því þær hafi áhrif á kjósendur. Hann vill því að þingið hafi eftirlitshlutverk með ríkisfjármálum aðildarríkja, en slíkt sé ekki aðeins á valdi framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
/hf

EUObserver

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3