Ungverski forsætisráðherrann: “Við munum ekki verða nýlenda”

Ungverski forsætisráðherrann, Viktor Orban, ásakaði ESB um nýlendustefnu og afskipti af innanríkismálum lands síns. Hann sagði Ungverja ekki taka við skipunum erlendis frá, ekki fyrirgera sjálfstæði sínu eða frelsi. Orð þessi féllu á útifundi við þingið í Búdapest á þjóðhátíðardegi landsins og byltingarafmæli þess í stríðinu gegn Habsborgar veldinu. Hann sagði að Ungverjar krefðust jafnréttis á við aðrar evrópuþjóðir. Hann sagði evrópska embættismenn vantreysta “nýjum leiðum” landsins við að leysa skuldavanda. Ef ekkert verði gert, gæti Evrópa endað sem nýlenda nútíma fjármálakerfisins.

ESB stöðvaði nýlega 500 milljón evra greiðslu til Ungverjalands vegna landvarandi fjárlagahalla, en ennfremur á landið yfir höfði sér málshöfðum vegna stjórnarskrárbreytinga, þar sem sjálfstæði fjölmiðla, dómara og seðlabanka er skert. Í orð ungverska forsætisráðherrans má lesa að Brussel væri strangari við smáþjóðir en stærri þjóðir þegar kæmi að því að hafa eftirlit með fjárlögum, í ljósi þess tilslakanir hefi nýverið verið veittar Spánverjum.
/hf

EUObserver

The Guardian: Hungary prime minister hits out at EU interference in national day speech

EurActiv: War of words rages between Orbán and Barroso

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3