Grikkir og Frakkar hafna niðurskurði

Grikkir höfnuðu í nýafstöðnum þingkosningum þeirri stefnu stjórnvalda að beita niðurskurði í skiptum fyrir björgunaraðstoð ESB og AGS, til að halda evrunni sem gjaldmiðli landsins og forða landinu frá gjaldþroti. Úrslit grísku þingkosninganna síðasta sunnudag eru áfall fyrir hið viðkvæma stjórnmálaástand landsins, þar sem stjórnarflokkum var refsað grimmilega. Ósigur Nicolas Sarkozy á sama tíma í frönsku forsetakosningunum fyrir Francois Hollande, sem vill breytingar á Stöðugleikasáttmála ESB, setur óhjákvæmilega þrýsting á Þýskaland í Evrópusamstarfinu um að huga að hagvexti í meira mæli í efnahagsþrengingunum.

Aðalhagfræðingur Saxo banka í Kaupmannahöfn segir áhyggjuefni að kjósendur í Evrópu sé farnir að senda þau skilaboð að þeir séu ekki tilbúnir fyrir umbætur Evrópusambandsins. Þannig sé bilið milli stjórnmálamanna og kjósenda að breikka. Kosningaúrslitin vekja ennfremur spurningar um hvort Grikkir verði áfram í evrusamstarfinu og hvort það smiti útfrá sér til annarra aðilsarríkja. Þýskaland hefur ásamt Frakklandi stýrt viðbrögðum Evrópu við efnahagsvandanum og beðið er nú með eftirvæntingu áherslna sósíalistans Hollande við að viðhalda evrugjaldsvæðinu.

Augu manna beinast þó að Spáni varðandi framtíð evrunnar. Bæði Spánn og Ítalía eru vegna stærðar sinnar talin munu reyna verulega á bjargir Evrópu ef ríkin þyrftu á björgunaraðstoð að halda, líkt og Grikkland, Írland og Portúgal. Skref hafa verið stogin meðal leiðtoga Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fyrirbyggja og búa sig undir frekari efnahagsvanda.

Hollande, nýr forseti Frakklands, byggði kosningabaráttu sína á því að leggja ætti meiri áherslu á hagvöxt en niðurskurð. Búast má við tillögum um að efla Fjárfestingabanka Evrópu (EIB), gera dreifbýlisstyrki sveigjanlegri og að svokölluð “verkefnaskuldabréf” verði notuð í uppbyggingu verkefna eins og vega, brúa og orkunýtingu. Búast mætti við samningu á leiðtogafundi ESB í júní næstkomandi. Gagnrýnisraddir benda á að umbótatillögur muni skipta litlu máli fyrir svæði í Suður Evrópu sem hafa orðið hvað harðast úti í kreppunni. Aðrir efast um pólitískan styrk Frakklandsforseta gagnvart kannslara Þýskalands, en Þýskaland hefur löngum verið leiðandi afl og burðarstólpi í efnahagsmálum ESB. Einnig hefur verið bent á hættu á bakslagi, verði slakað á niðurskurðarviðmiðum og óróa í kjölfarið.

Fyrir komandi stjórnvöldum Grikklands liggur að ákveða í næsta mánuði hvort taka eigi við síðustu greiðslu björgunarpakka síns, en samþykkja þá meira en 11 billjón evru niðurskurð fyrir árin 2013 og 2014. Leiðtogar Evrópu hafa gefið vísbendingar um að Grikklandi verði leyft að yfirgefa evrusvæðið, uppfylli þeir ekki skilyrði björgunarpakkans. Engar reglur eru til um hvernig lönd segi sig úr evrusamstarfi og slíkt er talið niðurlægjandi ósigur fyrir aðildarríki sem í því lendir. Það myndi vekja spurningar um hvort fleiri ríki fylgi í kjölfarið. Charles Grant, forstöðumaður Miðstöðvar um Evrópuumbætur sem er rannsóknarsetur í London, telur erfitt að sjá Grikki í evrusamstarfinu til framtíðar, þar sem það sé eina ríkið þar sem umbætur hafi ekki virkað. En ætli Grikkir sér að yfirgefa samstarfið, þá muni það taka mjög langan tíma.

EurActiv: Greek, French voters reject German-led austerity

Tengt efni

Share

About Author

penni1

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3