Heilbrigðismálastjóri segir af sér vegna spillingarmáls
john_dalli

John Dalli er nú fyrrum heilbrigðismálastjóri í framkvæmdastjórn ESB

Málefnastjóri heilbrigðismála í framkvæmdastjórn ESB hefur sagt af sér í kjölfar rannsóknar á spillingu í tengslum við tóbakslöggjöf ESB.

Samkvæmt OLAF, rannsóknarskrifstofu fjársvika hjá ESB, reyndi kaupsýslumaður frá Möltu að nota tengsl sín við málefnastjórann, John Dalli, til að hafa áhrif á löggjöf ESB um tóbaksvarning. Samkvæmt skýrslu OLAF var ekki hægt að færa sönnur á beina þátttöku málefnastjórans, en að hann hafi vitað af málinu. Samkvæmt yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn ESB, sagði heilbrigðismálastjóri af sér og tók afsögnin gildi þegar í stað. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Maros Sefcovic, mun gegna störfum málefnastjórans tímabundið, þar til annar málefnstjóri hefur verið tilnefndur fyrir hönd Möltu. Í yfirlýsingunni kom fram að það væri á ábyrgð dómskerfisins í Möltu, hvort málinu yrði haldið áfram.

John Dalli neitar því að hafa gerst sekur um spillingu eða að hafa vitað af umræddu spillingarmáli.

Eur-Activ: EU health commissioner resigns over anti-fraud case
EUobserver: EU commissioner pleads innocence

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3