Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að árið 2013 verði “Evrópuár borgaranna” og verði tileinkað því að vekja fólk til vitundar um réttindi borgara innan sambandsins við mótun framtíðar Evrópu.
Tilefnið er sótt í 20 ára afmæli ríkisborgararéttar sambandsins, samkvæmt Maastrict-sáttmálanum. Framkvæmdastjórar ESB munu á árinu taka höndum saman með leiðtogum aðildarríkjanna og efna til samræðna við borgara í Evrópuríkjunum. “Við þörfnumst beinnar þátttöku borgaranna við að byggja sterkara og pólitískara samband. Þess vegna er 2013 tilnefnt Evrópuár borgaranna – ár tileinkað ykkur og rétti ykkar sem Evrópubúa”, sagði Vivane Reding, málefnastjóri dómsmála, mannréttinda og ríkisborgararéttar.
Anne-Charlotte Oriol, talskona Samtaka um Evrópuár borgananna (EYCA), telur að evrópskir stjórnmálamenn og borgarar þurfi að líta á ríkisborgararéttinn sem tvístefnustræti, þar sem almenningur þurfi að hafa áhuga á gæðum stefnumála um þarfir borgaranna, áður en hann tekur þátt í stefnumótun. Hún sagðist vonast til þess að slíkur skilningur yrði ráðandi innan stofnana Evrópusambandsins í árslok og að borgarar ESB upplifi á jákvæðan hátt hlutverk sitt í Evrópuverkefninu.
EurActiv: EU kicks off European Year of Citizens
Debate on the Future of Europe
Europe for Citizens Programme 2007-2013
ESB: Evrópuár borgaranna – opinber vefsíða átaksins