Dómskerfi Fréttir — 15 January 2013
Bann við að bera kross almennt ólögmætt

krossMannréttindadómstóll Evrópu (e. ECHR) hefur úrskurðað að bann flugfélags við að starfsmenn bæru krossa við vinnu sína, bryti gegn trúarlegum réttindum starfsmanna við vinnu. Í fordæmisgefandi úrskurði sínum er varðar frelsi til að tjá sig um trúmál, var starfsmanni British Airways dæmdar bætur, en málið hafði áður farið fyrir dómstóla í Bretlandi.

Mannréttindadómstóllinn taldi að breskir dómstólar hefðu gefið hagsmunum fyrirtækisins of mikið vægi í úrskurði sínum. Ekki hafi verið sanngjarnt jafnvægi á milli löngunar starfsmanns til að bera trúartákn og tjá öðrum trú sína annars vegar, og vilja vinnuveitandans til að halda uppi ákveðinni ímynd hins vegar. Einnig hafi öðrum starfsmönnum verið frjálst að bera túrbani og hijabs og sýndi sú tilslökun á reglum um einkennisbúninga, að leyfa bæri sýnilega skartgripi sem væru trúartákn, fram á að eldra bann hefði ekki verið afar mikilvægt.

Athyglivert er þó að dómstóllinn hafnaði dómskröfum í þremur málum, þar sem borið var við mismunum á grundvelli trúarbragða þar sem málsbeiðendur voru kristnir. Í einu málanna var hjúkrunarfræðingur á spítala beðinn um að taka af sér krosshálsfesti meðan hann sinnti vinnu sinni. Dómstóllinn taldi hagsmunir væri meiri í heilsuvernd og öryggi á sjúkradeildum, en í tilfelli starfsmanns British Airways.
Þá hafnaði dómstóllinn áfrýjunum borgarritara, sem var rekinn fyrir að vilja ekki taka þátt í borgaralegum athöfnum para af sama kyni, og ráðgjafa, sem var rekinn fyrir að neita að taka í meðferð par af sama kyni.

EUObserver: Airline worker’s rights breached by crucifix ban, says court

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3