ESB færist nær refsiaðgerðum á hendur Rússum

Vladimir_PutinEvrópusambandið samþykkti í gær (12. mars) ramma fyrir sínar fyrstu refsiaðgerðir gegn Rússum síðan í Kalda stríðinu. Þetta eru sterkari viðbrögð gegn hættuástandinu í Úkraínu en margir áttu von á og merki um samstöðu með Washington í þeirri vegferð að hegna Rússum fyrir að hertaka Krímskaga. Utanríkisráðherrar sambandsins munu hittast þann 17. mars vegna viðurlaganna og Leiðtogaráðið loks 20.-21. mars.

Samkvæmt Reuter kveða viðurlög ESB á um ferðabann og frystingu eigna gagnvart fólki og fyrirtækjum, sem ekki hafa verið tiltekin enn, sem Brussel ásakar um brot á svæðisbundinni friðhelgi Úkraínu. Þótt ESB hafi náð samkomulagi um orðalag viðurlaga sinna er það enn að vinna að lista þeirra sem verða fyrir barðinu á þeim. Þær viðræðurnar voru haldnar í London í vikunni milli embættismanna frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Sviss, Tyrklandi og Japan.

Búist er við að listinn beinist að skotmörkum sem eru nánir Pútín í öryggisþjónustunni og hernum, auk löggjafaraðila. Það mun ekki beinast að Pútín, forseta Rússlands, eða Lavrov, utanríkisráðherra landsins, til að tryggja að samskiptaleiðum verði haldið opnum. Ferðabannið og eignafrystingarnar gætu slitið samband aðila í rússneska valdahringnum við evrópskar borgir, sem eru þeirra annað heimili og við evrópska banka sem geyma peningana þeirra.

Áður hafa USA og ESB samþykkt viðurlög gegn löndum eins og Sýrlandi, Lýbíu og Íran með listum í byrjun yfir einungis 20 aðilum og fyrirtækjum.   En þessir listar þróuðust fljótt í öflugri vopn þegar fleiri aðilum og fyrirtækjum var bætt á hann.    ESB segist einnig tilbúið til að ganga lengra, til dæmis með banni á vopnasölu og öðrum viðskiptaaðgerðum.  Hinar útlistuðu aðgerðir ESB eru svipaðar þeif sem tilkynnt hefur verið um í Washington, en myndu hafa mun meiri áhrif því Evrópa kaupir meirihluta af olíu og gas útflutningi Rússlands, á meðan Bandaríkin eru einungis minnihattar viðskiptaaðili.

Úr EurActiv: EU moves toward sanctions on Russians as Ukraine PM visits Washington

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3