Drög að lögum um pakkaferðir vernda ferðamenn

travellersEvrópuþingið hefur samþykkt drög að tilskipun um pakkaferðir, þar sem neytanda eru tryggðar upplýsingar um ferðir og hann nýtur ríkrar neytendaverndar. Löggjöfin kemur í veg fyrir að ferðamenn verði strandaglópar lendi fyrirtækið, sem það kaupir ferðina af, í fjárhagskröggum. Löggjöfin tekur einnig til aðstæðna sem ekki var hægt að sjá fyrir.

Ábyrgð á annars þjónustu ef upplýsingar eru framsendar
Aðildarríki geta gert ferðasmásalann ábyrgan, fari eitthvað úrskeiðis í pakkaferðinni. Ferðasmásalinn, s.s. flutningsaðili, sem býður ferðamönnum að kaupa aukalega ferðaþjónustu á vefsíðu gegnum hlekk, þurfa að aðeins að annast vernd gegn ógjaldfærni ef þeir flytja nafn ferðamanns eða tengiupplýsingar til annars þjónustuaðila. Þá mega skipuleggjendur pakkaferða því aðeins rukka hærra gjald ef kostnaður þeirra eykst um meira en 3% og ferðamenn eiga rétt á að slíta samningnum. Verði verðhækkun meiri en 8%, þarf þar sem mögulegt er að bjóða ferðamanninum annað ferðalag.

Ferðamenn verði ekki strandaglópar
Ferðamenn eru sendir heim ef skipuleggjandi ferðar þeirra verður gjaldþrota á meðan þeir eru á ferðalagi. Ef hægt er ættu ferðamenn að eiga kost á að halda áfram ferð sinni áður en haldið er heim. Skipuleggjendur ættu ekki að geta breytt flugtímanum verulega, þ.e. meira en 3 klukkustundir, eftir að söluferli lýkur. Næst munu Evrópuþingið og ráðherraráðið þurfa að sammælast um lokaákvæði tilskipunarinnar til þess að drögin verði að lögum. Það mun verða eftir kosningar til Evrópuþingsins í maí.

Af vef NewEurope Online: Parliament approves draft law on package holidays

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3