Efnahagsmál Fréttir — 14 March 2014
Leiðtogaráð ESB stefnir enn að fríverslunarsamningi við USA

Leiðtogar ESB og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefna staðfastlega að fríverslunarsamningi og gagnkvæmri niðurfellingu tolla á fundi sem áætlaður er í lok þessa mánaðar, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Atlantshafssamstarf um verslun og fjárfestingu (TTIP) er vinnuheiti hins umfangsmikla fríverslunarsamnings.

Samkvæmt Reuters er talið að sameiginleg yfirlýsing um áframhald viðræðnanna sé vænst á fundinum, sem sé henni ætlað að lægja öldur óánægju með að Bandaríkin hafi boðið minni tollalækkanir en vonast hefði verið eftir.

Evrópuþingið ályktaði í vikunni að samningurinn “gæti verið í hættu” og að þingið gæti látið af stuðningi við lokadrög samningsins, láti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna ekki af fjöldaeftirliti sínu og hlerunum á samskiptun stofnana ESB.

Af vef New Europe Online: EU leaders, Obama to promise complete tariff removal on March 26

Fréttatilkynning framkvæmdastjórnar 14.03.2014: EU-US trade negotiators explore ways to help SMEs take advantage of TTIP, as fourth round of talks ends in Brussels

Af vef Evrópuþingsins: US NSA: stop mass surveillance now or face consequences, MEPs say

Af vef Leiðtogaráðsins: EU-US Summit, Brussels, 26 March 2014

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3