Sættir í Google-málinu gagnrýndar

logo google search resultsMikil gagnrýni hefur komið fram á fyrirætlanir Joaquín Almunia, framkvæmdastjóra ESB á sviði samkeppnismála, um að semja við Google í máli er snertir spurningu um misnotkun á yfirburðastöðu á markaði með netleitarvélar. Þegar Almunia útskýrði ákvörðun sína á fundi framkvæmdastjórnarinnar, fékk hann gagnrýni og varnaðarorð frá öðrum framkvæmdastjórum, samkvæmt fundargerð hinna vikulegu funda framkvæmdastjórnarinnar. Talið er að sjö framkvæmdastjórar leggist gegn samkomulaginu, þ.á.m. framkvæmdastjórar innri markaðar og orkumála.

Í skýringum sendum til EÞM, skýrir stjórnarsvið Almunia rökin á bak við bráðabirgðaákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, sem tilkynnt var í febrúar, þar sem gefið er til kynna að framkvæmdavald ESB væri nálægt því að komast að samkomulagi við Google í baráttu þeirra varðandi netleit.

Þá sagði spænski framkæmdastjórinn að nýjustu skuldbindingar fyrirtækisins “kæmu til móts við áhyggjur framkvæmdastjórnarinnar” þar sem þær sneru að því að sýna samkeppnisaðila í leitarniðurstöðum varðandi verslun, ásamt eigin niðurstöðum Google. “Google hefur veitt víðtækan eftirgjöf varðandi það að kynna samkeppnisaðila á síðu sinni” segir í skýringu, sem EurActive hefur séð, sem viðurkenna á sama tíma að endurbæturnar sem Google lagði til “tryggi ekki jafna meðferð” meðal samkeppnisaðila sinna. Slík jöfn meðferð er hins vegar álitin “ekki nauðsynlegar til að bæta fyrir áhyggjur af samkeppni” og því “væri það ekki réttlætanlegt samkvæmt löggjöf ESB gegn auðhringjum,” segir í skjalinu.

Hagsmunaaðilar standa fyrir mótmælaherferð
Á meðan eru samkeppnisaðilar að keyra auglýsingaherferð, þar sem rök eru færð fyrir því að síðasta tilboð Google sé jafnvel verra en fyrri skuldbindingar, því það leyfi bandaríska leitarrisanum að hagnast meira á keppinautum. Samkvæmt síðasta tilboði Google, munu ferðaskrifstofur á netinu eða hótelbókunarþjónustur hafa þremur fleiri sýnilega staði í Google leitarniðurstöðum   En þeir verða ennþá tilneyddir til að bjóða í þá, fremur en að birtast sem afleiðing hlutlausrar flokkunar. Þessi uppboð gera kostnaðinn við birtingu þeirra hærri en ef þessi endurbót væri ekki til staðar, útskýrði Thomas Vinje, lögfræðingur fyrir FairSearch, bandalags þrýstihópa sem safnar kvörtunum í Google málinu, þ.á.m. Microsoft.

Ur EurActiv: Almunia sticking to his guns in Google antitrust case

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3