Dómskerfi Fréttir — 15 March 2014
Berlusconi vill verða Evrópuþingmaður
Silvio Berlusconi (Photo: European Parliament)

Silvio Berlusconi (Photo: European Parliament)

Breska blaðið EUObserver segir frá því að fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hafi hug á að bjóða sig fram til þingmennsku í Evrópuþingkosningunum í maí, fyrir flokk sinn Forza Italia.

Berlusconi var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir skattsvik, en dómurinn var styttur í eitt ár vegna laga um náðun. Hann var sviptur þingmennsku og bannað að taka þátt í kosningum í sex ár á grundvelli ákvæða ráðvendnilaga um dæmda þingmenn. Hann hefur enn ekki setið af sér dóminn og hefur beint máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Hann telur afturvirk áhrif ráðvendnilaganna, sem sett voru 2012, ósanngjörn í sinn garð, þar sem skattalagabrot hans hefðu átt sér stað árin 2003-2004. Þrátt fyrir að njóta stuðnings framkvæmdastjóra flokks síns, er talið ólíklegt að ítalskir dómstólar teldu framboð hans löglegt, auk þess sem ólíklegt er að Mannréttindadómstóllinn muni kveða upp úrskurð sinn fyrir miðjan apríl þegar flokkunum ber að leggja fram lista yfir frambjóðendur til Evrópuþingsins.

Af vef EU Obserer: Berlusconi wants to run in EP elections

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3