Breytingar í brúnni hjá ESB á árinu
Berlaymont byggingin í Brussel, aðsetur framkvæmdastjórnar ESB

Berlaymont byggingin í Brussel, aðsetur framkvæmdastjórnar ESB

Margar stjórnunarstöður er tengjast framkvæmdarvaldi sambandsins munu losna á þessu ári, auk hins 751 sætis hjá löggjafanum á Evrópuþinginu í maí. Valtíma framkvæmdastjórnarinnar undir forystu José Manuel Barroso, mun líða undir lok og Barroso gefur ekki kost á sér áfram. Nýir framkvæmdastjórar, 28 talsins (einn frá hverju aðildarríki) verða valdir, þar á meðal forseti nýrrar framkvæmdastjórnar. Forseti leiðtogaráðsins, Herman Van Rompuy, mun hætta störfum er valtíma hans lýkur í lok nóvember. Æðsti talsmaður sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum er staða sem losnar þegar valtími framkvæmdastjórnarinnar rennur út (Catherine Ashton gegnir því embætti nú). Staða aðalframkvæmdastjóra NATO mun losna í júlí (Anders Fogh Rasmussen gegnir stöðunni nú). Auk þessa verður forseti þingsins valinn á nýju þingi í maí.

Forsetaefni framkvæmdastjórnar tilnefnd í fyrsta sinn fyrir kosningar
Kjörorð þingkosninganna er “Nú eru breyttir tímar”, en nú gætu úrslit atkvæðagreiðslunnar í fyrsta sinn haft áhrif á val á næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar. Í Lissabon-samningnum urðu breytingar þess efnis að Evrópuþingið skuli kjósa forseta framkvæmdastjórnarinnar, eftir tillögu frá Leiðtogaráðinu með tilliti til kosninga til Evrópuþingsins (7. gr. sáttmálans um Evrópusambandið). Minnst sex flokkar á Evrópuþinginu munu tilnefna forsetaframbjóðanda fyrir sína hönd í kosningunum 2014 í fyrsta sinn. Leiðtogaráðið og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hafa þó efast um þetta fyrirkomulag og segja að forsetinn þurfi að mæta væntingum aðildarríkjanna áður en leiðtogaráðið tilnefnir þá. Því sé vafasamt að tengja tilnefninguna úrslitum kosninganna og tilnefningum flokkanna.

Kappræður í sjónvarpi
Stefnt er á kappræður í sjónvarpi milli tveggja fremstu manna sem gefa kost á sér í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar tveimur dögum fyrir kjördag. Þeir verða valdir úr hópi þátttakenda í fyrri kappræðum. Simon Hix, prófessor í Evrópufræðum við London School of Econimics (LSE), segir frammistöðu einstaklinga skipta miklu á næstu mánuðum, en kappræðurnar geti einnig sýnt fram á mismunandi framtíðarsýn fyrir Evrópusambandið.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem frambjóðendur taka þátt í víðtækri kosningabaráttu þvert á landamæri í baráttunni um forsetaembætti framkvæmdastjórnarinnar hjá sambandinu. Vonast er til þess að þetta fyrirkomulag auki þátttöku í kosningunum.

Af vef EurActiv: The EU top jobs: Who’s next?

Af vef EurActiv: Officials seek greater EU election turnout with televised ‘presidential debate’

Af vef EurActiv: EU elections: Latest across Europe

Um Evropuþingkosningarnar 2014

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3