Fréttir Stjórnskipulag og stjórnsýsla — 19 March 2014
Mið-vinstri fylking Sósíalista og demókrata (S&D) og mið-hægri Fólksflokkurinn (EPP) eru jafnir í baráttunni um hver verður stæsti flokkinn á Evrópuþinginu, samkvæmt spá PollWatch2014. Fylking Sósíalista og demókrata er eilítið stærri, en með tilliti til vikmarka er staða flokkanna jöfn.
Spáin byggir á nýjustu skoðanakönnunum aðildarríkja ESB og hverja þeir þingmenn væru líklegastir til að styðja til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Ríkisstjórnir aðildarríkjanna gætu þó í gegnum leiðogaráðið lagt til annað forsetaefni sem lagt yrði fyrir Evrópuþingið til samþykktar, en slíkt væri auðveldara ef hvorugur þessarra frambjóðenda fengi hreinan meirihluta í kosningunum til Evrópuþingsins.
Af vef VoteWatchEurope