Fundir og viðburðir — 20 March 2014
Fjórði samstöðufundurinn 22. mars 2014

Fundur_2014-03-22_kjosa_um_ESBMótmæli þeirra sem vilja leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarferli Íslands, í tengslum við umsókn okkar um aðild að ESB, halda áfram um næstu helgi. Fjórði samstöðufundurinn verður haldinn laugardaginn 22. mars 2014. Mótmælt er áformum stjórnvalda um að slíta aðildarviðræðum við ESB.

Um 52.000 manns hafa nú undirritað áskorun til stjórnvalda um að fá að kjósa um málið sem er um 21,5% kosningabærra manna á Íslandi.

Áskorunin er svohljóðandi: “Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu.
Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga.
Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun hér þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans.
Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.”

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3