Krímskagi stal senunni á mikilvægum leiðtogafundi

Emmanouilidis_European_Policy_CentreJanis A. Emmanoulidis, sérfræðingur um Evrópumál hjá Evrópumiðstöð um stefnumótun, segir leiðtogafundinn 20.-21. mars s.l. hafa sent þrenns konar skilaboð vegna deilunnar á Krímskaga: að þörf sé á að draga úr stigmögnun deilunnar, að ESB samþykki ekki innlimun Krímskaga í Rússland og að samskiptaleiðir séu opnar um viðræður við Rússa um ástandið.

Áhrif aðgerðanna gegn Rússlandi undirstrikuðu stöðu ESB í orkumálum og hve háð Rússum sambandið er að þessu leyti. Framkvæmdastjórninni var falið að gera áætlun er miðar að sjálfbærni sambandsins í orkumálum fyrir júní n.k.

Árangur var ekki eins mikill varðandi samkeppnishæfni iðnaðar og varðandi loftlagsbreytingar, sem áttu að vera aðalefni fundarins.

Hann segir fundinn þó vera einn þann mikilvægasta sem haldinn hefur verið, einmitt vegna þeirra áhrifa sem ákvarðanir sem teknar voru þar gætu haft á samskiptin við Rússa.

Evrópumiðstöð um stefnumótun (European Policy Centre) er sjálfstæð hugveita um Evrópusamruna. Aðilar að henni eru einkarekin fyrirtæki, alþjóðasamtök fyrirtækja, stéttarfélög, opinberar stofnanir auk frjálsra félagasamtaka.

Af vef viEUw: EU Post-Summit Takeaways – A Summit to be remembered?

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3