Fréttir Fundir og viðburðir — 27 March 2014
Netfundur: Samtal við borgara sambandsins um framtíð Evrópu #eudeb8

fánar_ESB27 2Í dag kl. 15 fer fram merkilegur netfundur eða samtal við borgara Evrópu (Pan-European Citizens´Dialogue).
Ríkisborgarar ESB tala um reynslu sína, áhyggjur og væntingar til framtíðar í Evrópu og þeirra framtíð sem borgarar í Evrópu.
Forseti framkvæmdastjórnar, aðrir framkvæmdastjórar og Evrópustjórnmálmenn taka þátt í umræðunni.

Smelltu á netslóðina hér: http://ec.europa.eu/debate-future-europe/citizens-dialogues/belgium/brussels3/index_en.htm

Fréttir af fundinum:

 • Barroso segir ESB vera að reyna að byggja upp almennt umræðusvið (public sphere), sem hann telur að efla eigu vitund almennings, s.s. ungs fólks, um sambandið og efla samheldni og samkennd.
 • Sjálfstæðisbarátta í Evrópu – lagalegar afleiðingar eru m.a. að ný ríki þurfa að sækja um aðild að ESB, ný ríki verða að ráða sínum málum sjálf.
 • Minnihlutahópar: ESB hefur reglur um minnihlutahópa, jafnræðisreglur eru hátt skrifaðar hjá ESB
 • Eftirlit/njósnir með íbúum ESB: Obama mun endurskoða reglur USA svo ESB njóti jafnra réttinda þar og Bandaríkjamenn, að beiðni ESB. Friðhelgi einkalífs eru grunndvallar mannréttindi. Barátta gegn hryðjuverkum má ekki vera á kostnað mannréttinda.
 • Eftir heimsstyrjöldina voru samtök borgara í Evrópu sem kölluðu á samvinnu ríkja, íbúar í Evrópu verða að taka þátt í umræðunni
 • Niðurskurður í ESB: ESB kom Grikklandi, Írlandi og fleirum til hjálpar þegar þau fengu enda fjarhagsaðstoð annars staðar frá. ÞóttESB hefði ekki verið til, þá hefðu ríkin þurft að grípa til niðurskurðaraðgerða – efnahagsástandið tengist ekki ESB heldur heimsmarkaði. Hann nefndi Ísland sem dæmi um að grípa hafi þurft til mikilla niðurskurða, þótt landið væri ekki í ESB.
 • Barroso segir að íbúar eigi að nýta sjóði sambandsins á sviði rannsókna og hvetur til nýsköpunar. Ekki sé þó hægt að gera allt á vettvangi ESB. Í sumum löndum eru 80% framlaga til rannsókna frá ESB. ESB reynir að berjast fyrir félagsmálastefnum, s.s. sjóði til mataraðstoðar. Það vanti meiri samstöðu í Evrópu
 • Lokaorð Barroso: Ójafnræði í Evrópu, milli samfélaga, félagslegt ójafnræði og milli kynslóða. Vel menntað fólk er ekki öruggt um vinnu í dag, öruggt um lífsviðurværi. Barátta við skuldir er barátta við ójafnræði. Við þurfum að huga að þessu. Milli landa, kynslóða, þeirra sem hafa vinnu/ekki.
 • Hann segir marga gagnrýna á ESB. Hann kallar á umræðu um gagnrýnina og að menn sýni ábyrgð. Kostir ESB eru að Evrópa hefur ekki háð stríð í hálfa öld. ESB verndar mannréttindi. Sértu á móti ESB stefnu, láttu í þér heyra, ekki snúa baki við Evrópu.
 • Vivienne Reding, framkvæmdastjóra, var í lokin þakkað fyrir að þessar viðræður við íbúa Evrópu. Hún kallar eftir því að íbúar að lagi vandamál, taki þátt í kosningum, íbúar noti rödd sína. Evrópa sé við öll og við berum mikla ábyrgð á henni. Eftir 50 umræður við íbúa Evrópu sé þetta niðurstaðan: Evrópa er um samstöðu. Ekki skilja aðra eftir, ekki spyrja af hverju, heldur hvað getum við gert til að hjálpa. Hún sagðist vona að íbúar kæmu aftur til viðræðna við ESB að ári fullir af eldmóði um að bæta Evrópu.

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3