Forseti Kína, Xi Jinping, mun heimsækja stofnanir ESB í fyrsta sinn nú í vikunni, til að ræða viðskipti, fjárfestingar og málefni Úkraínu. Heimsóknin er söguleg og markar upphaf á aukinni samvinnu ESB og Kína. Talsmaður ESB staðfesti að stefnt væri að fríverslunarsamningi við Kína.
Pia A. Hansen, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB ræddi við viEUw um dagskrána framundan. Í vikunni mun framkvæmdastjórnin kynna reglur um vegabréfsáritanir, sem auðvelda eiga erlendum borgurum að ferðast, mennta sig eða stunda rannsóknarvinnu í Evrópu. Þetta mun meðal annars gagnast vel þeim sem ferðast mikið til Evrópu. Vonast er til að breytingarnar auki hagvöxt og stuðli að aukinni atvinnu, s.s. í ferðamannaiðnaði og flutningastarfsemi.
Fjórði ráðstefnufundur ESB-Afríku verður haldinn 2.-3. apríl 2014 (People´s prosperity and Peace). Rætt verður um rannsóknir, menntun og velmegun fólks á jafnræðisgrundvelli.
Áhugavert
EUObserver: Chinese President in first-ever EU visit this WEEK