Staðreyndarýni úr fyrri ESB kappræðunum í Bretlandi
Nigel Farage og Nick Clegg í kappræðum um framtíð Evrópu. Mynd: Sky News

Nigel Farage og Nick Clegg í kappræðum um framtíð Evrópu. Mynd: Sky News

Áhugavert er að líta á staðreyndarýni á fyrri ESB kappræðum Nick Clegg, formanns Frjálslyndra demókrata og Nigel Farage, formanns Sjálfstæðisflokks Bretlands, en síðari kappræðurnar fara fram á morgun, miðvikudag, klukkan 19 á LBC, SKY og BBC. #NickvNigel

Clegg: 3 milljónir starfa í GBR í húfi - Guardian bendir á að þessi staðreynd komi úr skýrslu eftir Ardy, Begg og Hodson, sem Farage sagði vera 10 ára gamla og úrelta. Full Fact tekur undir þetta. Neðri deild breska þingsins hafi árið 2011 áætlaðað um 4 milljón starfa gætu verið tengd verslun (ekki aðild að ESB) milli Bretlands og Evrópu.

Farage: Spörum 55 milljónir punda á dag með úrsögn úr ESB – Skoða má bækling UKIP um kostnað hér. FactCheckEU rannsakaði málið með því að líta á fjárlög ESB fyrir árið 2012 og fær út töluna 36,8 milljónir evra á dag í “aðildargjald”, eða 30 milljónir punda (36 milljónir á dag að teknu tilliti til tolla), sem er helmingurinn af því sem Farage hélt fram. Eðlilegra væri þó að tala um nettó framlag, sem fyrir árið 2012 væri 16,4 milljónir á dag, sem er töluvert lægra en Farage hélt fram í kappræðunum, að mati FactCheckEU.

Clegg: 2 milljónir ESB borgara hafa komið til Bretlands og helmingur þeirra farið aftur síðan 2004 - Ennfremur búi 1,5 miljón Breta utan Bretlands á ESB svæðinu (mín. 18:02). FackCheckEU segir þetta í meginatriðum rétt, ef miðað er við opinberar tölur. Milli 2004 og fyrri hluta 2013 hafi um 1,6 milljónir einstaklinga flutt til Bretlands frá ESB og því sé afrúnun upp í 2 milljónir full rífleg. Á sama tíma hafi 797.000 ESB borgara flutt frá landinu. Þetta sé 49% heildarinnar eða “um helmingur” eins og Clegg hafi sagt.

Farage: Erlend fjárfesting kemur til Bretlands í mun meira mæli en öll hin ESB löndin fá til samans - FackCheckEU segir að Farage líti framhjá viðvörunum um að dregið gæti úr erlendri fjárfestingu kjósi Bretland að ganga úr ESB. Þeir telja Farage ýkja með ummælum sínum og benda á OECD tölur um erlenda fjárfestingu. Á fyrstu 3 ársfjórðungum 2013 hafi Bretland laðað til sín 40 billjónir dollara og aðeins Írland kæmi nálægt þessarri tölu með 34 billjónir dollara. Samtals hafi ESB hins vegar fengið 203 billjónir dollara í erlenda fjárfestingu (163 billjónir dollara án Bretlands). ESB fær til samans fjórum sinnum meiri erlenda fjárfestingu til sín en Bretland fær eitt og sér. Því telur FackCheckEU að ekki sé rétt farið með staðreyndir hér.

Clegg: 9 af hverjum 10 nýjum störfum fara til Breta – Full Fact telur ekki rétt farið með staðreyndir hér, þar sem Clegg sé að tala um breytingar í atvinnu/atvinnuleysistölum. Þeir segja að frá síðustu kosningum hafi 77% breskra ríkisborgara fengið störf og 23% útlendinga. 30 milljónir manna hafi vinnu í Bretlandi, þar af fæddust 26 milljónir í Bretlandi og 4 milljónir erlendis, 27,5 milljónir séu breskir ríkisborgarar og 2,5 milljónir séu erlendir ríkisborgarar. Þetta eru ekki tölur um störf, ein manneskja geti verið í meira en einu starfi. Það séu 32,5 milljónir starfa, en engin opinber gögn sýni hvort bretar eða erlendir ríkisborgarar gegna þeim störfum. Þótt tölur um atvinnuleysi minnki, þá þýði það ekki að allir í heildina séu að fá meiri vinnu. Því sé erfitt að fullyrða um þessi mál útfrá tölum um atvinnuleysi.

Farage: 75% breskrar löggjafar kemur frá ESB - Full Fack telur þetta byggt á misskilningi. Einn framkvæmdastjóra ESB sagði frá því fyrr á þessu ári að 70% ESB löggjafar kæmir frá samákvörðunarferli með aðkomu Evrópuþingsins, sem var túlkað svo að 70% breskrar löggjafar kæmi frá ESB. Bókasafn neðri deildar breska þingsins áætlaði að um 7% til 50% breskrar löggjafar kæmi frá Brussel, en nánari skilgreining færi eftir því hvernig löggjöf væri skilgreind.

Frekari krufningu á staðreyndum í kappræðunum má sjá hér neðar.

LBC: Are Clegg and Farage´s Claims Correct? Full Fact, the independent fact-checking organisation, are looking over the claims from Nick Clegg and Nigel Farage make during the LBC Leaders’ Debate.

Guardian: Reality check with Juliette Jowit – Farage v Clegg: reality checking their claims - Nick Clegg, the Liberal Democrat leader, warns leaving the EU is a threat to your job; Nigel Farage the UK Independence Party leader says membership costs the UK £55m a day – probably much more. What evidence is there to support these huge claims?

FactCheckEU: Sjáðu grandskoðun á staðreyndum sem komu fram í kappræðunum,  smelltu r.

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3