Skoðanakannanir sýna að almenningi hafi þótt Nigel Farage, fyrir Sjálfstæðisflokk Bretlands (UKIP), standa sig betur í ESB kappræðunum í kvöld, heldur en Nick Clegg, fyrir Frjálslynda demókrata. Skyndikönnun fyrir Guardian/ICM sýndi að 69% áhorfenda hafi þótt Nigel Farage betri, en 31% þótti Clegg betri. Meiri hiti þótti í þessum síðari kappræðum og þótti Nick Clegg sérstaklega herskár.
Athygli vekur að meirihluti (59%) þeirra sem höfðu kosið Frjálslynda demókrata árið 2010 þótti Farage betri í kappræðunum. Aðspurðir um hvor hefði meira aðlaðandi persónuleika hölluðust 49% að Farage, en 39% að Clegg. Aðspurðir um hvor hefði borið sterkari rök á borð hölluðust 64% að Farage en 30% að Clegg. Spurðir um hvort þeir hefðu breytt afstöðu sinni til aðildar að ESB sögðust aðeins 16% að kappræðurnar myndu hafa áhrif á atkvæði sitt, en 69% höfðu gert upp hug sinn. Um afstöðu sína til veru í ESB sögðust 53% kjósa að ganga úr ESB á móti 39% sem myndu vera áfram í ESB.
Könnun Guardian/IMC var slembiúrtak sem náði til 1.458 manns sem horfðu á kappræðurnar þann 2. apríl 2014. Greiningu BBC á kappræðunum má finna hér.
Upphafsorð Farage má sjá hér:
Upphafsorð Nick Clegg má sjá hér:
Hér ræða þeir um afstöðu ESB til ástandsins á Krímskaga:
The Guardian: Even Lib Dem voters thought Farage won the debate against Clegg
Umfjöllun BBC og Twitter færslur meðan á kappræðunum stóð má sjá hér.
EurActiv: Farage wins BBC debate, on track for electoral gain
Full Fact staðreyndarýni má finna hér.