Spáð í seinni kappræðurnar í kvöld
Nigel Farage og Nick Clegg í kappræðum um framtíð Evrópu. Mynd: Sky News

Nigel Farage og Nick Clegg í kappræðum um framtíð Evrópu. Mynd: Sky News

Búast má við að seinni ESB kappræður Nick Clegg og Nigel Farage í kvöld muni snúast meira um persónur og afhjúpi menningarmun, heldur en fyrri kappræðurnar sem snerust um tölfræði varðandi verslun, innflytjendamál og velferðarríkið.

Clegg er líklegur til að tala um átökin á Krímskaga og gagnrýna Farage fyrir að halda uppi málstað Pútíns. Búist er við því að Farage bendi á fyrri störf Cleggs, sem var hluthafi í þrýstihópinum GPlus Europe, sem hefur m.a. beitt sér fyrir Pútín og Gazprom (ríkisrekna orkurisann) eftir að Clegg hætti störfum fyrir hópinn, og hagsmuni fjöldskyldu hans af sambandsaðild, en eiginkona Clegg er sérfræðingur í evrópskum viðskiptalögum. Farage telur Clegg vera í forsvari fyrir banka og stórfyrirtæki, á meðan hann sjálfur sé í forsvari fyrir lítil fyrirtæki og frumkvöðla.

Clegg mun væntanlega dragi upp þá mynd af framtíðarsýn Farage fyrir Bretland, að hún séu “hættuleg”. Hann segir Farage hafa dreift út röngum upplýsingum árum saman og erfitt sé að leiðrétta þær í tveggja klukkustunda kappræðum.

Báðir leiðtogarnir nýta sér til framdráttar, að David Cameron og Ed Miliband hafi afþakkað þátttöku í kappræðunum. Frjálslyndir demókratar segjast vera eini flokkurinn sem ver bresk störf. Leiða má líkum að því að báðir flokkar vonist til þess að brjóta upp kappræðukerfi sjónvarpsstöðvanna milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins. Kappræðurnar verða á LBC, SKY og BBC.

The Independent: Nigel Farage has been ‘pumping out misinformation for years’, claims Nick Clegg ahead of second televised debate
The Telegraph: Nigel Farage to launch personal attack on Clegg’s lobbyist past
The Telegraph: Ræða David Cameron um Evrópu, þar sem hann lofar þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Breta í ESB fyrir lok árs 2017

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3