Fóru Farage og Clegg með rétt mál í seinni kappræðunum?
Nigel Farage og Nick Clegg. Mynd: BBC News

Nigel Farage og Nick Clegg. Mynd: BBC News

Full Fact og FactCheckEU sannprófuðu staðreyndir sem Nigel Farage og Nick Clegg settu fram í seinni kappræðum sínum.

Clegg segir 7% breskra laga koma frá Brussel, á meðan Farage segir að 70% komi frá Brussel
Full Fact telur hvoruga töluna rétta.  Í tölum frá Bókasafni neðri deildar breska þingsins, sem Clegg vitnar í, segir að um 15%-50% breskra laga komi frá ESB. Talan 70%, sem Farage hafi fært fram, sé byggð á misskilningi á orðum eins framkvæmdastjóra ESB.

Farage segir aðildargjaldið vera 55 milljónir punda á dag
Full Fact segir þetta einungis rétt ef menn líta aðeins til kostnaðar en ekki hagnaðar af aðild, með hliðsjón af tölum frá fjármálaráðuneytinu og Bókasafns neðri deildar þingsins. Sé litið til fjár sem Bretar fá tilbaka er upphæðin nær 33 milljónum punda á dag. Þessar tölur gera ráð fyrir framlagi bæði frá stjórnvöldum og fyrirtækjum. En sé aðeins litið til framlags frá stjórnvöldum, sé nettó framlagið aðeins 24 milljónir punda á dag (8,6 billjónir á ári).

Clegg sagði að ESB væri stærsta hagkerfi í heimi
Það er rétt, að mati Full Fact, sé litið á 27 aðildarlönd ESB sem eitt markaðskerfi, að þá fari ESB fram úr Bandaríkjunum (miðað við ÞFL 2012 – en árið 2012 voru aðildarlöndin ekki orðin 28).

Farage sagði að mikil fjölgun nettó innflytjenda á síðasta ári “kæmi nær eingöngu frá ESB”
Það er rétt, að mati Full Fact. Nettó innflytjendum sem eru EKKI frá ESB fækkaði úr 157.000 í 141.000 milli 2012-2013. Á sama tíma fjölgaði nettó innflytjendum frá ESB úr 65.000 í 131.000.
Sjá einnig: umfjöllun FactCheckEU um að spár um fjölda innflytjenda hafi ekki staðist, þar sem fjöldi innflytjenda hafi orðið mun meiri, þar sem Farage fór með rétt mál.

Clegg segir Bretland hafa grætt 22 billjónir punda á 10 ára tímabili, sem hafi farið í uppbyggingu skóla og spítala í Bretlandi
Um 22 billjónir punda sem hagkerfið hefur grætt á veru ESB borgara í Bretlandi 2001-2011, telur FactCheckEU að sú tala eigi við EES samninginn, sem að auki telji borgara Noregs, Íslands og Liechtenstein.

Clegg sagði 50% framleiðslu Breta fara til Evrópu
Það er rétt að mati Full Fact, þótt það hlutfall hafi minnkað á síðustu árum.
‘Rotterdam Effect’: hafa ber í huga áhrif þess að margar vörur eru fluttar til t.d. Rotterdam eða Antwerpen og þeim umskipað þaðan til annarra landa, sem getur skekkt tölfræði og eignað Evrópulöndum útflutning sem í raun er verið að flytja til annarra landa, í mörgum tilfellum til landa utan Evrópu.

Farage segir Bretland aðeins ábyrga fyrir losun 2% koltvísýrings í heiminum
Þetta er sönn fullyrðing í tengslum við loftslagsbreytingar, samkvæmt könnum FactCheckEU. Talan er rúnnuð upp er er í raun lægri, eða 1,4% miðað við gagnasafnið EDGAR hjá frakvæmdastjórninni (frá 2011) og 1,5% ef miðað er við bandarískar tölur frá 2011. bandarísku tölurnar sýndu að 27% losunarinnar kom frá Kína og 16% frá Bandaríkjunum.

Farage segir að hollenskur kerfiskarl, sem enginn kaus, stjórni breskum viðskiptum
Full Fact bendir á framkvæmdastjóra viðskiptamála hjá framkvæmdastjórninni, Karel De Gucht, en hann sé reyndar belgískur en ekki hollenskur.
Framkvæmdastjórar eru ekki kosnir beinni kosningu, en Full Fact telur þó ekki hægt að segja að enginn kjósi þá sem framkvæmdastjóra. Ráðherrar frá hverju ríki velja þá.
Þess má einnig geta að Evrópuþingið þarf að samþykkja þá hvern og einn, eftir að þeir hafa svarað spurningum þingsins. Ekki hafa allir þeir sem tilnefndir hafa verið, hlotið náð fyrir augum þingsins. Þingið er kosið beinni kosningu af almenningi.

Clegg sagði fleiri kerfiskarla vera að finna í Derbyshire en í Brussel
Það er ekki nákvæmt. Embættismenn í Derbyshire County Council voru 36.519, á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, samanborið við 33.000 starfsmenn framkvæmdastjórnar ESB.
Hins vegar eru þá ekki taldir hjá ESB starfsmenn leiðtogaráðsins (3.500 starfsmenn) og Evrópuþingsins (6.000 starfsmenn), sem myndu hækka tölu starfsmanna ESB í 42.500. Einnig er bent á að ekki allir starfsmenn sveitastjórnar Derbyshire séu embættismenn/kerfiskarlar.

Clegg sagði 3-4 milljónir starfa tengjast ESB
Þetta er rétt í þessarri framsetningu. Talan 3 milljónir er úrelt og 4 milljónir er nærri lagi í dag, að mati Full Fact. Tölurnar sýna áætlaðan fjölda starfa er tengjast viðskiptum við ESB lönd. Það þýðir ekki að þessi fjöldi starfa myndi tapast ef Bretland gengi úr ESB. Rannsóknir hafa bent á að ekki sé hægt að áætla hvort störf myndu glatast og þá hve mörg, ef Bretland gengi úr ESB. Sjá ennfremur umfjöllun FackCheckEU.

Farage segir meirihluta Breta ekki vilja pólitískt samstarf við ESB
Þetta hefur breyst, segir Full Fact. Nýjustu kannanir sýna að mjótt sé á munum í þeim efnum, en 41% vildi vera inni á móti 39% sem vildi vera úti í YouGov/Sunday Times könnun í mars 2014. Munurinn hafi minnkað um 20 prósentustig frá könnunum síðustu ára. Talsmaður YouGov varaði við því að ef spurt væri um þjóðaratkvæðagreiðslur, þá hallaðist almenningur ávalt að því. Í annarri YouGov könnun fyrir LBC (20-21.03.2014), þar sem ekki bar minnst á þjóðaratkvæðagreiðslur, vildi 45% vera í ESB og 34% segja sig úr því. Lesa má frekar um samþykkt landa á sáttmálum um Evrópusambandið í fortíð og nútíð á FactCheckEU.

BuzzFeed: 9 Claims From The Farage Vs. Clegg EU Debate, Fact-Checked

FactCheckEU

Full Fact

Full Fact: Do we need a house every seven minutes to cope with immigration?

 

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3