Framkvæmdastjórnin lætur leiðtogaráðið ekki slá sig út af laginu og stefnir að beinni kosningu forseta framkvæmdastjórnar
Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB. Mynd: Framkvæmdastjórn ESB.

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB. Mynd: Framkvæmdastjórn ESB.

Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar bregst við óánægju leiðtogaráðsins með beina kosningu forseta framkvæmdastjórnar í Evrópuþingkosningunum, með því að segja að ótímabært sé að skapa framkvæmdastjórninni afstöðu þar til eftir Evrópuþingkosningarnar. Forseti leiðtogaráðsins, Herman Van Rompuy, hefur látið hafa eftir sér efasemdir með slíka kosningu í viðtölum, nú síðast við þýskt dagblað. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði forseta leiðtogaráðsins og leiðtogaráðinu væri frjálst að hafa sínar skoðanir á málinu.

Samkvæmt texta sáttmálans skal leiðtogaráðið formlega tilnefna forsetann, þótt hafa eigi útslit kosninga til hliðsjónar. Leiðtogaráðið, þar sem leiðtogar allra aðildarríkjanna eiga sæti, vilja með athugasemdum sínum verja vald sitt til skipunar í embættið. Það er  framkvæmdastjórnin sem stendur fyrir þessarri tilraun til að færa valdið til fólksins, með beinni kosningu forseta framkvæmdastjórnar, með samvinnu Evrópuþingflokkanna.

Því verður spennandi að sjá hvernig unnið verður úr þessarri togstreitu eftir kosningarnar, þegar nýr forseti framkvæmdastjórnar verður valinn, mögulega með beinni kosningu í fyrsta sinn. Mun leiðtogaráðið geta skipað annan kandídat í embættið, heldur en valinn verður í beinni kosningu?

EurActiv: Van Rompuy scorns direct election of Commission president

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3