Fyrstu forsetakappræðurnar í ESB
Fyrstu forsetakappræðurnar í ESB. Mynd: Euronews

Fyrstu forsetakappræðurnar í ESB. Mynd: Euronews

Fyrstu forsetakappræður í sögu Evrópusambandsins fóru fram 28. apríl s.l. í Maastricht háskóla í samstarfi við Samtök ungra Evrópubúa (European Youth Forum) og gátu Evrópubúar fylgst með umræðunni á vefnum. Jean-Claude Juncker (European People’s Party), Martin Schulz (Party of European Socialists), Guy Verhofstadt (Alliance of Liberals and Democrats for Europe Party) og Ska Keller (European Green Party) tóku þátt í kappræðunum.

Um valdatogstreitu í ákvarðanatöku um efnahagsmál, milli framkvæmdastjórnarinnar og leiðtogaráðsins, gætti blæbrigðamunar í svörum frambjóðendanna.

Juncker lagði áherslu á að fólkið hefði valdið, þar sem það kysi í kosningum og margir fulltrúar í stofnunum ESB sem væru kosnir af fólkinu. Í lýðræðislegum stofnunum væri eðlilegt að mismunandi skoðanir kæmu upp um ýmis mál. Hann sagðist hlyntur meiri valddreifingu frá ráðinu til þingsins, framkæmdastjórnarinnar og annarra stofnana ESB.

Schultz á hinn bóginn talaði um sjalftöku leiðtogaráðsins á valdi í efnahagskrísunni sem færi gegn stofnsáttmálum ESB. Leiðtogaráðið væri jafnvel að skipta sér af nánum útfærslum við gerð laga. Forseti framkvæmdastjórnar þyrfti að hafa stuðning meirihluta Evrópuþingsins á bak við sig, og hann gæti með auknum meirihluta atkvæða nýtt vald sitt til að leggja til aðgerðir til að laga valdajafnvægið.

Verhofstadt sagði að þörf væri á róttækum breytingum. Þörf væri á framtíðarsýn og styrkri stjórn í sambandinu. Hann gagnrýndi forystu Barroso sem hann sagði einkennast af því að fyrst hringdi hann til Berlínar og síðan Parísar til að fá grænt ljós áður en hann legði til lög og gerðir. Þetta sé of lítið og of seinvirkt. Þörf væri á evrópskri ríkisstjórn, evrópskri framkvæmdastjórn sem sýndi raunverulega leiðtogahæfni. Hann sagði að það væri ólýðræðislegt ef leiðtogaráðið veldi kandídat sem forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem ekki hefði verið tilnefndur af flokkum EÞ og hefði ekki tekið þátt í kosningabaráttunni.

Keller segði að þörf væri á meira gagnsæi í ákvarðanatöku en ríkti í leiðtogaráðinu og það mætti ekki taka sér of mikið ákvarðanatökuvald.

(Mínútu 24:13) #Eudebate2014

Maastricht University: The First European Presidential debate: big (media) success - sjá umfjöllun og greiningar eftir kappræðurnar
EurActiv: EU Commission candidates show their ‘faces’
European Voice: Verhofstadt outshines rival candidates in untidy debate
Euronews: European presidential debate: economy
EurActiv: Wrap-up: EU Commission candidates face-off
Sjáðu fyrstu forsetakappræðurnar í ESB í heild sinni hér:

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3