Fréttir — 23 May 2014
Bretland: Lítur út fyrir stórsigur Ukip í sveitarstjórnarkosningunum
Nigel Farage (Picture: The Independent)

Nigel Farage (Picture: The Independent)

Evrópuþingkosningar fóru fram í Bretlandi í gær (22. maí), ásamt sveitarstjórnarkosningum. Ekki má birta niðurstöður Evrópuþingkosninga fyrr en á sunnudag er öll lönd hafa kosið, en niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna eru stórsigur fyrir UKIP, Sjálfstæðisflokks Bretlands, sem er andvígur veru Breta í ESB.

Þegar atkvæði 82 af 161 sveitarstjórn höfðu verið talin, hafði Ukip bætt við sig 92 sætum, Verkamannaflokkurinn bætt við sig 149 sætum, Frjálslyndir demókratar tapað 127 sætum, Íhaldsmenn tapað 126 sætum.

Farage sagðist búast við góðum úrslitum úr Evrópuþingkosningunum og flokkur hans gæti orðið þar efstur á blaði. Hann var einnig bjartsýnn á gott gengi í næstu þingkosningum og að úrslitin nú væru eins og Ukip refurinn hefði sloppið inn í Westminster hænsnahúsið. Hann sagði jafnframt að breska kosningakerfið hafi verið brotið upp og sé nú fjórflokkakerfi. Ukip vann stórsigur í Essex og Totherham.

Sigur Ukip ógnar sérstaklega gengi Íhaldsflokksins og hafa sumir þingmenns hans kallað eftir samvinnu við flokkinn til að atkvæði Evrópuandstæðinga tvístrist ekki fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi.

Reuters: UK’s anti-EU party scores big win in local elections
The Huffington Post: Local Council Election Results 2014: Jubilant Nigel Farage Says ‘The Ukip Fox Is In The Westminster Hen House’
Huffington Post: Local Elections 2014: Ukip Press Officer Sends Message To ‘Spiteful Left Wing’ As Votes Surge For Farage’s ‘People’s Army’

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3