Dómskerfi Fréttir — 23 May 2014
Söluþóknanir telja til uppsafnaðs orlofs
Dómstóll Evrópusambandsins í Lúxemborg (Mynd: Dómstóll Evrópusambandsins)

Dómstóll Evrópusambandsins í Lúxemborg (Mynd: Dómstóll Evrópusambandsins)

Söluþóknanir telja til uppsafnaðs orlofs samkvæmt úrskurði Dómstóls Evrópusambandsins (frá 22.05.2014). Þessi úrskurður mun hafa víðtæk áhrif um alla Evrópu á bætt kjör þeirra sem þiggja grunnlaun og söluþóknanir til viðbótar þeim.
Dómurinn byggir á 15 ára gamalli tilskipun ESB þar sem kveðið á um skyldubundið 4 vikna launað orlof. Starfsmaður British Gas fékk grunnlaun og söluþóknun, en þóknunin var 60% af launum hans. Hann krafðist sömu launa í fríi sínu og hann naut að jafnaði aðra mánuði ársins. Dómstóllinn taldi að slík skerðing á orlofsgreiðslum og áttu sér stað í tilfelli mannsins, gæti fælt fólk frá því að nýta rétt sinn til árlegs leyfis og slíkt væri í andstöðu við Vinnutímatilskipunina.
Sérhvert aðildarland setur sínar reglur um hvernig telja skuli orlofsdaga, og munu orlofsdagar umrædds starfsmanns verða ákveðnir af Vinnudómstóli í Leicester á Englandi.

EU Observer: EU court ruling to boost holiday pay for workers on commission

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3