Deilt um lýðræðisvæðingu: Engar skyndiákvarðanir um næsta forseta ESB
Jean-Claude Juncker (t.v.) og Herman Van Rompuy. (Mynd: Leiðtogaráðið)

Jean-Claude Juncker (t.v.) og Herman Van Rompuy. (Mynd: Leiðtogaráðið)

Forseti leiðtogaráðs ESB hefur sent bréf á leiðtoga ríkja ESB, þar sem undirstrikað er að engar ákvarðanir, um hver verði næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, verði teknar á fundi leiðtogaráðsins þann 27. maí næstkomandi. Þessi ákvörðun gengur gegn væntingum þingflokka um að forsetaefni úr kosningabaráttunni verði krýnt strax í kjölfar kosninganna, en búast má við sögulegum deilum þings og leiðtogaráðs um málið.
Á fundi leiðtogaráðsins verða niðurstöður Evrópuþingkosninganna ræddar. Skipulagning tilnefningar forseta framkvæmdastjórnarinnar verður rædd á fundinum, og má ætla að ákvörðunin muni taka einhverjar vikur. Leiðtogar aðildarríkjanna hafa sýnt óánægju sína með forsetakappræður og fyrirætlanir Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar, um að atkvæðavægi í kosningunum ráði úrslitum í vali á forseta úr hópi forsetaframbjóðendanna. Nafn Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið nefnt sem líklegur kandídat fyrir leiðtogaráðið, en aðrir utanaðkomandi kandídatar eru einnig í umræðunni.
Ljóst er að Evrópuþingið mun mótmæla þeirri niðurstöðu, að leiðtogaráðið breyti ekki starfsháttum sínum við val forsetaefnis í lýðræðisátt. Flokkarnir á Evrópuþinginu vill flýta ákvörðun um val á forseta, þannig að valið verði tilkynni innan 2 sólarhringa frá því niðurstöður kosninganna verða ljósar.
Ljóst er því að leiðtogaráðið ætlar að verja völd sín til að velja forseta framkvæmdastjórnar ESB, gegn vilja Evrópuþingsins og eldri framkvæmdastjórnar. Tilnefningar um forseta má vænta á leiðtogafundi 26.-27. júní, í samráði við Evrópuþingið og 14.-17. júlí er þess vænst að þingið kjósi næsta forseta framkvæmdastjórnar ESB. Vænta má þess að viðræður milli flokkanna og forseta leiðtogaráðsins um þetta mál muni dragast á langinn.

EurActiv: Van Rompuy expects ‘no names’ soon for next Commission chief

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3