“Bændauppreisn” í ESB
Boris Johnson, borgarstjóri London (Mynd: London.gov.uk)

Boris Johnson, borgarstjóri London (Mynd: London.gov.uk)

Borgarstjóri London, Boris Johnson, líkir miklum uppgangi andstæðinga ESB, í kosningum til Evrópuþingsins við “bændauppreisn” og segir að Evrópusambandið þurfi að breytast til að eiga sér framtíð.

Í grein sinni í The Telegraph sagði íhaldsmaðurinn Johnson, að þrátt fyrir að Íhaldsmenn hafi orðið þriðji stærsti flokkurinn í Evrópuþingkosningunum í Bretlandi, þá væri forsætisráðherrann í góðri stöðu gagnvart ESB þegar kæmi að endurskoðun aðildarsamnings Breta. Hann sagði að stjórnmálamenn eins og Nicolas Sarkozy taki undir með Íhaldsmönnum um að ESB þurfi að gera minna, kosta minna og vera minna ágengt en það er. Hann segir ekki mögulegt að sópa þessum merkjum um óánægju með ESB undir teppið, því það leiði einungis til meiri óánægju.

The Telegraph: European elections 2014: This is one peasants’ revolt that Brussels can’t just brush aside - All across Europe, the message is clear: the EU must hand back power to the people

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3