Niðurskurðar stefna ESB ástæðan fyrir uppgangi andstæðinga ESB?

Evra_evrópufréttirStefna ESB um niðurskurð í ýmsum Evrópulöndum, sem Þýskaland þrýsti á um, er ástæðan fyrir miklum uppgangi efasemdaflokka um ESB í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins, að mati ýmissa stjórnmálaskýrenda. Þeir telja að sigurvegarar kosninganna séu stjórnmálaöfl sem eru á móti niðurskurði í aðildarlöndunum. Það muni leiða til breytinga og Evrópa muni sjá fyrir endann á fjármálakreppunni í Evrópu.

Tap niðurskurðarleiðarinnar sé ennfremur endalokin á valdaferli mið-hægri EPP flokksins á Evrópuþinginu, þar sem stefna þeirra hafi orðið undir í kosningunum. Því er spáð að forseti framkvæmdastjórnarinnar geti ekki komið úr röðum EPP flokksins í ljósi þessa, en Jean-Claude Juncker hafði lýst yfir sigri sínum er úrslit voru kunngerð. Næsti forseti gæti því verið utanaðkomandi aðili. Leitt er líkum að því að stefnubreyting verði og að komist verði að samkomulagi við Breta um að vera áfram í ESB. Úrslit kosninganna gætu styrkt áhrif aðildarríkjanna innan ESB, en á móti grafið undan völdum framkvæmdastjórnarinnar.

NewEurope: Europe Voted Against Austerity by Basil Coronakis

European Public Affairs: EP Elections 2014 – A Narrow Path Against Austerity, A Dangerous Misstep Towards…

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3