Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, skýrði frá aukinni skattbyrði í ESB-löndum í nýútkominni ársskýrslu um skattamál fyrir árið 2012. Heildarkostnaður vegna skatta og tryggingargjalds jókst innan ESB árið 2012. Brussel varar aðildarríki við hárri skattlagningu, sérstaklega á launatengd gjöld. EurActiv France skýrði frá þessu.
Skattbyrði ESB28-landanna fór úr 38,8% af þjóðarframleiðslu árið 2011 í 39,4% árið 2012. Í evrulöndum óx skattbyrði úr 39,5% í 40,4% af þjóðarframleiðslu (ÞFL) á sama tímabili. Skattbyrði er lægst í Litháen, eða 27,2% af ÞFL, en hæst var hún í Danmörku, eða 48,1% af ÞFL. Skattbyrði hækkaði mest í Frakklandi milli nefndra ára. Líklegt er talið að þessi þróun haldi áfram á árinu 2013.
Skattar á launatengd gjöld eru aðal skattstofninn í ESB28-löndunum og að auki á Íslandi og í Noregi, eða 51% skattstofns. Neysluskattar voru 28,5% og fjármagnstekjuskattar 20,8% af skattstofnum árið 2012. Algirdas Šemeta, framkvæmdastjóri ESB á stjórnarsviði skattamála og tollabandalags, sagði að þörf væri á að lækka skatta á launatengd gjöld til þess að skapa störf í Evrópu.
EurActiv: Commission warns member states against labour tax cash cow