Juncker forseti og Schultz varaforseti ESB?
Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Juncker og Schulz (Mynd: European Parliament)

Martin Schulz, leiðtogi Sósíalista og demókrata á Evrópuþinginu, vonast eftir því að verða tilnefndur framkvæmdastjóri fyrir hönd Þýskalands og varaforseti Evrópusambandsins. Svo virðist sem samkomulag hafi verið gert um varaforsetaembætti til handa Schultz, verði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnarinnar.

Leiðtogar ESB munu hittast í næstu viku til að velja nýjan forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Enn er óvíst hvort forsetaefnið með mesta fylgið og einarðan stuðning Evrópuþingsins á bak við sig, Jean-Claude Juncker, verður fyrir valinu, en Bretland, Holland og Svíþjóð hafa verið andvíg því vali. Evrópuþingið hefur hins vegar lýst því yfir að það muni nota neitunarvald sitt gegn öðrum forsetaefnum en þeim sem fóru í gegnum forsetakosningarnar með tilnefningu Evrópuþingflokka á bak við sig.

Kannslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Juncker sem næsta forseta framkæmdastjórnar ESB og hefur þar með veikt leiðtogaráðið í þeirri afstöðu þess að það ráði alfarið hver sé tilnefndur í embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar. Merkel sætti mikilli gagnrýni heima fyrir vegna fyrri afstöðu sinnar í málinu, þar sem leitað var að utanaðkomandi aðila í starfið. Talið er að hin einarða andstaða David Cameron, forsetisráðherra Bretlands, gagnvart Juncker hafi gert það að verkum að stuðningur jókst við Juncker sem sigurvegara kosninganna, þrátt fyrir að Juncker hafi ekki verið í beinu kjöri í Evrópuþingkosningunum. Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, er sagður styðja Juncker gegn ívilnunum og sveigjanlegra Stöðugleikasamkomulagi, en flokkur hans vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningunum. Af þessu má ráða að líklegt er að Evrópuþingið sérstaklega, en einnig framkvæmdastjórnin, styrki valdastöðu sína gagnvart leiðtogaráðinu á næsta kjörtímabili.

EurActiv: Schulz: I want to become Commission vice-president

NewEurope Online: Cameron loses a battle and Merkel loses a war

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3