Evrópustofnun um öryggi flugleiðsögu (Eurocontrol) segir Evrópu mun betur undirbúna fyrir eldgos nú en hún var árið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus. Skyldi verða eldgos í Bárðarbungu nú, þá er til staðar ný tækni, nýjar viðbragðsáætlanir og verklag sem stýrt yrði af hinum nýja evrópska hættuástandshópi sem Evrópusambandið setti á laggirnar.
Hvert og eitt ríki ræður því enn hvort flugtakmarkanir verða settar á flugumferð í lofthelgi sinni, en þróunin er nú í átt til samræmdrar nálgunar þar sem viðurkenndur er ákvarðanatökuréttur flugfélaga til flugs í flugmengun (eins og t.d. ösku og sandi), enda sé ákvörðunin byggð á öryggisáhættumati flugfélaganna.
Evrópustofnunin um öryggi flugleiðsögu og framkvæmdastjórn ESB settu þegar árið 2010 á fót evrópskan samráðshóp vegna hættuástands í flugi (European Aviation Crisis Coordination Cell, EACCC)). Evrópski hættuástandshópurinn sér um samræmingu aðgerða vegna hættuástands í evrópskri flugumferðarstjórn, svo sem vegna öskuskýs. Nýr EVITA gagnvirkur gagnagrunnur hefur verið tekinn í notkun, þar sem hægt er að deila upplýsingum milli flugfélaga, flugeftirlitsaðila og flugumferðarstjórna, og á hann að aðstoða flugrekstraraðila við að reikna út áhrif öskuskýja á hvert og eitt flug. Þá er nú í auknum mæli stuðst við PIREPS (Pilot In Flight Reports) flugskýrslur við mat á staðsetningu ösku, hæð hennar og styrk.
Ári eftir eldsumbrotin í Eyjafjallajökli tók Evrópustofnun um öryggi flugleiðsögu þátt í stórri æfingu í hættuástandi vegna ösku í flugi (VOLCEX), þar sem reyndi á nýja viðbragðsáætlun og verklag. Evrópski hættuástandshópurinn var virkjaður í æfingunni og hið gagnvirka sýndarforrit EVITA (European Crisis Visualization Interactive Tool for ATFCM) prófað. Æfingarnar eru haldnar árlega og líkja eftir eldgosum eldfjalla á Íslandi, Asoreyjum og Ítalíu.
Eurocontrol: What has changed for aviation in dealing with volcanic ash since 2010?
We have been informed the Bárðarbunga alert status is being changed to orange & the danger area is being cancelled http://t.co/bcHh1oKrOh
— EUROCONTROL (@eurocontrol) August 24, 2014
Góðan daginn! Bárðarbunga remains active with more earthquakes overnight but no reports yet of any ash
— EUROCONTROL (@eurocontrol) August 24, 2014
Iceland Met Office report small sub-glacial eruption. Danger zone near volcano set up. No further aviation impact yet http://t.co/7ioPV4Bax2
— EUROCONTROL (@eurocontrol) August 23, 2014