Merkel vill breytingar á sáttmála

Angela Merkel, kannslari Þýskalands, kallar eftir breytingum á grunnsáttmála Evrópusambandsins í kjölfar hins jákvæða dómsúrskurðar stjórnlagadómstóls Þýskalands gagnvart lögmæti björgunaraðgerða til handa aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hún segir breytingar á Lissabon sáttmálanum nauðsynlegar til að komast út úr skuldavandanum. Í ræðu, sem margir telja þá mikilvægustu sem kannslarinn hefur haldið, sagði Merkel að úrskurðurinn hefði styrkt stefnu ríkisstjórnar hennar og rutt brautina fyrir endurbótum er geri ESB kleyft að ráða við skuldir sínar.

Í ræðu sinni benti hún á þá þversögn að nær öll brot á reglum sambandsins sé hægt að kæra til Evrópudómstólsins, en brot á Stöðugleikasamkomulaginu sé ekki hægt að bera undir dómstóla. Hún segir breytinga sé þörf á sáttmála ESB til að efla samstöðu í efnahagsmálum þannig að hægt sé að taka nauðsynleg skref til að leysa úr vaxandi skuldavanda. Endurskoðun er nú hafin á Stöðugleikasamkomulaginu til að tryggja að brotleg aðildarríki sæti viðurlögum og geti ekki haft athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar að engu.

Evrópuþingið hefur gefið út yfirlýsingu sem ætlað er að opna á endurskoðun sáttmálans.
EurActiv

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3