Nýjar siðareglur EÞM

Evrópuþingið hefur samþykkt siðareglur fyrir Evrópuþingmenn, sem ætlað er að sporna gegn hagsmunaárekstrum. Forseti þingsins, Jerzy  Buzek, sagði ánægjulegt að taka upp fyrstu siðareglur fyrir þingmenn ESB á  þeim degi, er tvö ár væru liðin frá gildistöku Lissabon  sáttmálans. Meiri völdum fylgdi meiri ábyrgð.

Gagnsæi er meginregla í siðareglunum. EÞM munu þurfa að skýra frá störfum utan þingsins sem þeir frá greitt fyrir og öðrum þeim atriðum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra. Reglurnar banna að EÞM taki við greiðslum eða annarri umbun í skiptum fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir Evrópuþingsins. Þá eru skýrar reglur um viðtöku gjafa og um stöðu fyrrum EÞM sem vinna fyrir hagsmunasamtök.

EÞM þurfa að skýra frá því á netinu hvaða störfum þeir hafi sinnt allt að þremur árum fyrir kosningu. Þar meðtalið er stjórnarseta í fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum. Ef greiðsla fyrir aukavinna meðfram þingstörfum nemur 800.000 kr á ári (€5.000), þarf að skýra frá henni. Þingmönnum ber að afþakka gjafir sem nema að verðmæti um 24.000 kr (€ 150) eða framsenda þær til forseta þingsins tengist þær störfum fyrir þingið. Viðurlög við brotum á siðareglunum eru áminning, missir dagpeninga, tímabundin frávísun frá þingstörfum (þó ekki atkvæðamissir), eða missir ábyrgðarstarfa innan þingsins. Slík viðurlög verða birt á vefsíðu Evrópuþingsins. Ráðgjafanefnd veitir ráðgjöf varðandi brot á siðareglunum.

Fyrrverandi þingmenn, sem vinna síðar fyrir hagsmunahópa á sviði er tengist beint ESB málum, munu ekki njóta betri aðstöðu en í boði er almennt. Hinar nýju siðareglur munu taka gildi 1. janúar 2012.

European Parliament News

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3