Fréttir Ýmislegt — 13 May 2012
Evrópuvikan

Evrópustofa á Íslandi heldur upp á afmæli ESB þann 9. maí með viðburðum í Evrópuvikunni.
Hápunkti Evrópuvikunnar verður náð með dagskrá í Hörpu í dag þar sem kennir margra grasa. Plakatasýningin um ESB í máli og myndum verður til sýnis. Kynningar verða á áhugaverðum Evrópusamstarfsverkefnum og -styrkjum. Tónlistarmennirnir í Bláum Ópal skemmta gestum auk þess sem rjómi ungra íslenskra uppistandara munu skemmta viðstöddum.

Dagskránni lýkur síðan með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu þar sem almenningi er boðið að njóta djasstónlistar á heimsmælikvarða en European Jazz Orchestra ásamt Stórsveit Reykjavíkur verða með tónleika frá klukkan 20.

Evrópustofa

Tengt efni

Share

About Author

admin

(0) Readers Comments

Comments are closed.

UA-26279970-3